Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 88-74 | Keflvíkingar að heltast úr lestinni Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2022 19:38 Vísir/Vilhelm Valsmenn unnu góðan 14 stiga heimasigur gegn Keflvíkingum er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-74. Keflvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Þórs, en Valsmenn eru komnir í fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Fyrirsögnin fyrir leik sagði að prófið væri stórt fyrir Keflvíkingana og raunin var sú en frammistaða þeirra nær ekki að skora hærra en fjóra. Þar með féllu gestirnir á prófinu en Valsmenn hinsvegar spiluðu ansi góðan leik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Leikurinn var í miklu jafnvægi allan fyrri hálfleikinn og náðu liðin að fara á sitt hvort áhlaupið. Valur skoraði mest 8 stig í röð í fyrri hálfleik og náði mest átta stiga forskoti en Keflvíkingar náðu að skora mest 11 stig í röð og náðu mest sex stiga forskoti. Liðin áttu einnig erfitt uppdráttar á einhverjum tímapunkti fyrri hálfleiksins en þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik var staðan 40-39 fyrir heimamenn og virtist stefna í hörkuleik. Þiðji leikhluti var lengi vel í lágum gæðum sóknarlega. Bæði lið stífnuðu vel upp í sóknarleiknum en héldu gæðum varnarlega. Liðin tóku þó aðeins við sér sóknarlega þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta sem endaði 19-16 fyrir heimamenn og í stöðunni 59-56. Annað liðið mætti þó bara til leiks í fjórða leikhluta sóknarlega. Það voru heimamenn sem gerðu það og var fjögurra stiga munur snarlega kominn upp í 15 stig þegar rúmlega þrjár mínútur voru búnar af fjórða leikhluta og hjálpaði það Valsmönnum að fá risa stóra þrista ofan í þegar skotklukkan var að renna út. Keflvíkingar náðu engum takti og sá eini sem var með einhverju lífsmarki var Mustapha Heron sem endaði leikinn með 22 stig. Valsmenn náðu síðan að sigla heim góðum sigri en leikurinn endaði 88-74. Afhverju vann Valur? Þeir léku af eðlilegri getu ásamt því að sýna meiri vilja í verkefnið. Þeir héldu Keflvíkingum undir 40% hittni, vörðust vel og nýttu sína styrkleika. Einnig voru þeir grimmari sem sést kannski best á því hvernig frákastabaráttan endaði en ég kem að því nánar á eftir. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að skora. Báðum liðum gekk illa að skora á köflum í leiknum en Valsmenn náðu að afþíða sig fljótar og betur og úr varð flottur sigur. Bestir á vellinum? Valsmenn fengu gott framlag úr mörgum áttum á meðan Keflvíkingar söknuðu stiga frá t.d. Jaka Brodnik sem endaði stigalaus. Musthapa Heron var stigahæstur gestanna með 22 stig og virðist hann vera að komast meira og meira inn í leik Keflvíkinga. Hjá heimamönnum var það Jacob Calloway sem var stigahæstur með 21 stig. Fjórir aðrir leikmenn komust yfir 10 stiga múrinn og þar á meðal var Pavel Ermolinskij sem skoraði 10 stig, náði í átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson átti þá skínandi góðan leik með 15 stig, 10 fráköst og fjóra stolna bolta. Tölfræði sem vakti athygli Valsmenn rúlluðu upp frákastabaráttunni sem endaði 54-29 Val í vil. Fimm leikmenn Vals tóku átta fráköst eða meira og segir þetta okkur að þeir voru tilbúnir í baráttuna en Keflvíkingar ekki eins og þjálfari gestanna fór yfir í viðtali. Hvað næst? Keflvíkingar fá KR í heimsókn í næstu viku og verða að fara að sýna eitthvað því Valsmenn eru farnir að anda ofan í hálsmálið á þeim í þriðja sæti. Valsmenn fara þá í Þorlákshöfn og hita upp fyrir undanúrslitin í bikarnum með því að takast á við Þór Þ. en liðin mætast einmitt í undanúrslitum eftir ca. tvær vikur. Hjalti: Allt of margir linir Þjálfari Keflvíkinga, Hjalti Vilhjálmsson, var auðvitað svekktur með úrslit og leik sinna manna þegar þeir lágu fyrir Val á Hlíðarenda fyrr í dag. Hann var spurður að því hvort honum hafi þótt það boðlegt sem hans menn buðu upp á í leiknum. „Þetta var rosa slappt. Það vantaði bara alla ákefð í þetta, þeir eru að vinna okkur með 20+ fráköstum og taka 17 sóknarfráköst á meðan við erum að reyna að hoppa og skoppa. Það vantaði grundvallaratriðið að stíga út og fara á eftir boltanum. Svo voru það þessi töpuðu boltar í fjórða leikhluta, ég veit ekki hversu margir þeir voru en oft gáfum við bara á Valsarana. Þetta á ekki að vera í boði.“ Keflvíkingar litu ágætlega út í fyrri hálfleik sóknarlega en voru daprari í þeim seinni og var Hjalti spurður að því hvað hafi gerst. „Þetta var byrjun fjórða leikhluta þar sem þetta fer svolítið. Mér fannst menn full mjúkir og kannski var ég með vitlausa blöndu inn á vellinum. Að öðru leyti erum við með góða leikmenn sem ættu að geta verið harðari af sér en það voru allt of margir voru linir. Við ætluðum að mæta í dag og vera harðir af okkur og hoppa á eftir öllum lausu boltunum en við gerðum það bara alls ekki.“ Hjalti var þá spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af liði sínu fyrir framhaldið og komandi úrslitakeppni. „Nei. Mér finnst við nefnilega ekki vera að spila illa. Þetta er orkustigið og samskiptin varnarlega þar sem við erum að skipta að óþörfu sem riðlar varnarleiknum. Þetta er út af því að það er ekki langt síðan við komum allir saman. Við höfum gert nokkrar breytingar og við erum bara enn að læra inn á hvorn annan.“ Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF
Valsmenn unnu góðan 14 stiga heimasigur gegn Keflvíkingum er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-74. Keflvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Þórs, en Valsmenn eru komnir í fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Fyrirsögnin fyrir leik sagði að prófið væri stórt fyrir Keflvíkingana og raunin var sú en frammistaða þeirra nær ekki að skora hærra en fjóra. Þar með féllu gestirnir á prófinu en Valsmenn hinsvegar spiluðu ansi góðan leik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Leikurinn var í miklu jafnvægi allan fyrri hálfleikinn og náðu liðin að fara á sitt hvort áhlaupið. Valur skoraði mest 8 stig í röð í fyrri hálfleik og náði mest átta stiga forskoti en Keflvíkingar náðu að skora mest 11 stig í röð og náðu mest sex stiga forskoti. Liðin áttu einnig erfitt uppdráttar á einhverjum tímapunkti fyrri hálfleiksins en þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik var staðan 40-39 fyrir heimamenn og virtist stefna í hörkuleik. Þiðji leikhluti var lengi vel í lágum gæðum sóknarlega. Bæði lið stífnuðu vel upp í sóknarleiknum en héldu gæðum varnarlega. Liðin tóku þó aðeins við sér sóknarlega þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta sem endaði 19-16 fyrir heimamenn og í stöðunni 59-56. Annað liðið mætti þó bara til leiks í fjórða leikhluta sóknarlega. Það voru heimamenn sem gerðu það og var fjögurra stiga munur snarlega kominn upp í 15 stig þegar rúmlega þrjár mínútur voru búnar af fjórða leikhluta og hjálpaði það Valsmönnum að fá risa stóra þrista ofan í þegar skotklukkan var að renna út. Keflvíkingar náðu engum takti og sá eini sem var með einhverju lífsmarki var Mustapha Heron sem endaði leikinn með 22 stig. Valsmenn náðu síðan að sigla heim góðum sigri en leikurinn endaði 88-74. Afhverju vann Valur? Þeir léku af eðlilegri getu ásamt því að sýna meiri vilja í verkefnið. Þeir héldu Keflvíkingum undir 40% hittni, vörðust vel og nýttu sína styrkleika. Einnig voru þeir grimmari sem sést kannski best á því hvernig frákastabaráttan endaði en ég kem að því nánar á eftir. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að skora. Báðum liðum gekk illa að skora á köflum í leiknum en Valsmenn náðu að afþíða sig fljótar og betur og úr varð flottur sigur. Bestir á vellinum? Valsmenn fengu gott framlag úr mörgum áttum á meðan Keflvíkingar söknuðu stiga frá t.d. Jaka Brodnik sem endaði stigalaus. Musthapa Heron var stigahæstur gestanna með 22 stig og virðist hann vera að komast meira og meira inn í leik Keflvíkinga. Hjá heimamönnum var það Jacob Calloway sem var stigahæstur með 21 stig. Fjórir aðrir leikmenn komust yfir 10 stiga múrinn og þar á meðal var Pavel Ermolinskij sem skoraði 10 stig, náði í átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hjálmar Stefánsson átti þá skínandi góðan leik með 15 stig, 10 fráköst og fjóra stolna bolta. Tölfræði sem vakti athygli Valsmenn rúlluðu upp frákastabaráttunni sem endaði 54-29 Val í vil. Fimm leikmenn Vals tóku átta fráköst eða meira og segir þetta okkur að þeir voru tilbúnir í baráttuna en Keflvíkingar ekki eins og þjálfari gestanna fór yfir í viðtali. Hvað næst? Keflvíkingar fá KR í heimsókn í næstu viku og verða að fara að sýna eitthvað því Valsmenn eru farnir að anda ofan í hálsmálið á þeim í þriðja sæti. Valsmenn fara þá í Þorlákshöfn og hita upp fyrir undanúrslitin í bikarnum með því að takast á við Þór Þ. en liðin mætast einmitt í undanúrslitum eftir ca. tvær vikur. Hjalti: Allt of margir linir Þjálfari Keflvíkinga, Hjalti Vilhjálmsson, var auðvitað svekktur með úrslit og leik sinna manna þegar þeir lágu fyrir Val á Hlíðarenda fyrr í dag. Hann var spurður að því hvort honum hafi þótt það boðlegt sem hans menn buðu upp á í leiknum. „Þetta var rosa slappt. Það vantaði bara alla ákefð í þetta, þeir eru að vinna okkur með 20+ fráköstum og taka 17 sóknarfráköst á meðan við erum að reyna að hoppa og skoppa. Það vantaði grundvallaratriðið að stíga út og fara á eftir boltanum. Svo voru það þessi töpuðu boltar í fjórða leikhluta, ég veit ekki hversu margir þeir voru en oft gáfum við bara á Valsarana. Þetta á ekki að vera í boði.“ Keflvíkingar litu ágætlega út í fyrri hálfleik sóknarlega en voru daprari í þeim seinni og var Hjalti spurður að því hvað hafi gerst. „Þetta var byrjun fjórða leikhluta þar sem þetta fer svolítið. Mér fannst menn full mjúkir og kannski var ég með vitlausa blöndu inn á vellinum. Að öðru leyti erum við með góða leikmenn sem ættu að geta verið harðari af sér en það voru allt of margir voru linir. Við ætluðum að mæta í dag og vera harðir af okkur og hoppa á eftir öllum lausu boltunum en við gerðum það bara alls ekki.“ Hjalti var þá spurður að því hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af liði sínu fyrir framhaldið og komandi úrslitakeppni. „Nei. Mér finnst við nefnilega ekki vera að spila illa. Þetta er orkustigið og samskiptin varnarlega þar sem við erum að skipta að óþörfu sem riðlar varnarleiknum. Þetta er út af því að það er ekki langt síðan við komum allir saman. Við höfum gert nokkrar breytingar og við erum bara enn að læra inn á hvorn annan.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti