Erlent

Geisla­virkni mælist ekki meiri í Za­poriz­hzhia

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Geislavirkni í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia í Úkraína mælist sú sama og áður en eldur kviknaði í húsi við verið í nótt.
Geislavirkni í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia í Úkraína mælist sú sama og áður en eldur kviknaði í húsi við verið í nótt. Getty/Zaporizhzhia Nuclear Power Plant

Mælingar við Zaporizhizhia, kjarnorkuverið í suðurhluta Úkraínu, benda til að geislavirk efni hafi ekki lekið út í umhverfið eftir að eldur brann þar í nótt. Þetta segir Rafael Grossi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA).

Eldur kviknaði í húsi við hliðina á kjarnakljúfunum sex í nótt eftir að Rússar gerðu þar árás. Þeir segja þó sjálfir að eldurinn hafi kviknað eftir árásir Úkraínumanna.

Tveir öryggisverðir særðust í árásinni þegar eldflaugin lenti á byggingunni. Hörð átak hafa verið í kring um kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, undanfarna daga. Starfsmenn kjarnorkuversins eru enn á staðnum og vinna að öryggismálum þar og við að halda öllu gangandi þrátt fyrir að Rússar hafi náð þar yfirráðum.

„Öryggiskerfið í kjarnakljúfunum sex skemmdist ekki í árásinni og engin geislavirk efni hafa lekið út í umhverfið. Geislavirkniseftirlitskerfi á staðnum virka enn vel,“ segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.


Tengdar fréttir

Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald

Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er.

Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið

Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×