Mikilvægt að eiga heiðarleg samskipti um dauðann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:15 Rósa Kristjánsdóttir djákni og hjúkrunarfræðingur er nýjasti gestur Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Vísir/Vilhelm „Maður er forréttindamanneskja að fá að vera í þessu starfi. Að fá að vera í þessu hlutverki og fá að sitja með þessu fólki,“ segir Rósa Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur og djákni á Landspítalanum. Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja við fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein. Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú? Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Rósa hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá árinu 1995. Hún var einnig einn stofnanda Dauðakaffisins. Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein ræðir Rósa við Sigríði Þóru um mikilvægi þess að ræða um dauðann og hennar reynslu sem djákni. „Það þarf að vera traust á milli okkar, starfsfólksins á pítalanum, og fjölskyldunnar. Það þarf að vera leyfi til að spyrja allra spurninganna. Við svörum því sem við getum en við erum líka fólk til að segja „Ég veit það ekki“ og óvissan er nátturúlega fólgin í því.“ Rósa segir að í því felist öryggi, sem er mikilvægt þegar fólk er í svona erfiðum aðstæðum. Nauðsynlegt að ræða lífslokin „Allar tilfinningar eru svo eðlilegar og þurfa að fá að hafa sinn framgang þegar við erum á ákveðnum stöðum í lífinu,“ segir Rósa um það að margir upplifa reiði eftir svona áfall eins og krabbameinsgreiningu. Það sé þó mikilvægt að leyfa reiðinni ekki að grassera líkt og arfa í garði. „Það er oft sagt að fólk sé biturt og reitt og það er full ástæða til að virða það. En það er ótrúlega mikilvægt, ef fólk vill reyna að vinna úr því, að vera ekki þar.“ En er dauðinn tabú? Rósa hvetur fólk til þess að eiga heiðarleg og opin samskipti við fólkið í kringum sig um lífslokin, börn sem fullorðna, hvort sem fólk glímir við alvarlega sjúkdóma eða ekki. „Maður er opinn og heiðarlegur og talar um dauðann við börnin, gefur þeim færi á að vera með“ útskýrir Rósa. „Heiðarleg og opin samskipti eru í mínum huga það er það sem í öllu þessu þarf að gera. Á milli hjóna sem eru á þessum stað, þar sem að annar aðillinn er að deyja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Krafts hlaðvarpið Fokk ég er með krabbamein kemur út á föstudögum á Lífinu á Vísi. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Er dauðinn tabú?
Fokk ég er með krabbamein Tengdar fréttir „Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56 Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54 Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Mig langar að lifa og mig langar að verða gamall með konunni minni“ Ástríðufulli íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með ólæknandi sortuæxli og deilir sögu sinni í nýjasta Krafts hlaðvarpsþættinum af Fokk ég er með krabbamein. 18. febrúar 2022 17:56
Á andhormónum daglega næstu tólf ár: „Þetta er langhlaup“ „Ég greindist með brjóstakrabbamein í febrúar 2019, þá 35 ára gömul. Ég þurfti bara að taka allan pakkann. Ég fór í skurðaðgerð, svo fór ég í lyfjameðferð og svo geisla.“ 17. febrúar 2022 20:54
Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ 4. febrúar 2022 17:01