Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Árni Sæberg skrifar 4. mars 2022 19:02 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira