Fótbolti

Þýsku meistararnir töpuðu stigum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Muller skoraði jöfnunarmark Bayer Leverkusen þegar hann setti boltann í eigið net.
Thomas Muller skoraði jöfnunarmark Bayer Leverkusen þegar hann setti boltann í eigið net. Alex Grimm/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Niklas Sule kom heimamönnum í Bayern yfir á 18. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Piero Hincapie í vörn gestanna.

Það var svo Thomas Müller sem jafnaði metin fyrir Leverkusen þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net tæpum tíu mínútum fyrir hálfleik.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Bayern trónir enn á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 25 leiki, 14 stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×