Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. mars 2022 19:50 Úkraínskir hermenn á æfingu í janúar. Hermaðurinn fyrir miðju er með svokallaða NLAW-eldflaug sem hönnuð er til að granda skriðdrekum. AP/Pavlo Palamarchuk „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira