Bókstafurinn sem táknar stuðning við innrás Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2022 13:30 Serbneskir stuðningsmenn Rússa mættu með Z-una á mótmæli á dögunum. Milos Miskov/Anadolu Agency via Getty Images Tákn sem birst hefur á myndum af stríðsvélum Rússa í Úkraínu og virðist upphaflega átt að þjóna þeim tilgangi að aðgreina stríðsgögnin hefur öðlast nýtt líf. Bókstafurinn Z er orðið tákn þeirra sem styðja Rússa og innrásina í Úkraínu. Táknið, bókstafurinn Z, sást fyrst á skriðdrekum og herbílum Rússa við upphaf innrásarinnar í Úkraínu. Myndir og myndbönd sýna hvernig búið var að mála bókstafinn á ýmis hergögn Rússa. Líklega ætlað til að aðgreina hergögn Rússa Fjallað var um málið á vef breska miðilsins Independent í upphafi innrásarinnar. Þar kom fram, samkvæmt sérfræðingum í hernaði, að merkingunni væri líklega ætlað að tákna hvert hver herdeild væri að fara, og til að koma í veg fyrir að Rússar myndu skjóta á eigin herdeildir, enda margt sameiginlegt með hergögnum Rússa og Úkraínumanna. Interesting column in Belgorod. Looks like a radio relay vehicle, R-149MA1 command-staff, R-166-0.5 communications vehicle, and other C2 or comm vehicles plus a Typhoon-K MRAP. With the “Z” marking. (H/t @Idzanagi4)https://t.co/eUIxrpOLzn pic.twitter.com/DOgvrGhC8D— Rob Lee (@RALee85) February 20, 2022 Í einhverjum tilvikum hefur Z-an verið inn í kassa, í öðrum inni í þríhyrningi eða þá bara stök. Á samfélasmiðlum hefur því verið haldið fram að Z-an merki Za pobedy sem þýðir til sigurs. Aðrir vilja meina að Z-an tákni Zapad, sem þýðir vestur. "Z" is a letter that Russian Military are putting on their vehicles departing to Ukraine. Some interpret "Z" as "Za pobedy" (for victory). Others - as "Zapad" (West). Anyway, this symbol invented just a few days ago became a symbol of new Russian ideology and national identity pic.twitter.com/iWuBPhhdEb— Kamil Galeev (@kamilkazani) March 6, 2022 Hernaðarsérfræðingurinn Michael Clarke telur líklegast að Z-an tákni hvert hver herdeild eigi að stefna. „Yfirleitt eru þessar merkingar byggðar á staðsetningu. Þeir segja deildunum hvert þeir eiga að fara,“ sagði Clarke við Sky News en breska fréttastofan rannsakaði táknið á dögunum. Í umfjöllun Sky News eru birtar myndir af alls konar táknum á rússneskum hergögnum, máluð á skriðdrekana og herbílana á sama hátt og Z-an, á áberandi hátt með hvítri málningu. „Það að þau eru svona margvísleg segir manni meira. Þetta eru örugglega merki sem tákna hverjir eigi að fara norðaustur eða norðvestur innan ákveðins héraðs, svo ég nefni dæmi,“ sagði Clarke. Orðið eitthvað stærra og meira Z-an virðist hins vegar hafa eignast nýtt líf utan stríðsvéla Rússa, sem tákn þeirra sem styðja Rússa og innrásina inn í Úkraínu. Þannig hefur Z-an birst víða. Greint hefur verið frá því á samfélagsmiðlum að Z-an hafi birst víða í Rússlandi á límmiðum sem búið að vera að koma fyrir á bílum. Business owners put "Z" - showing their support of invasion on their trucks. Here you see a funeral service fully endorsing Z message pic.twitter.com/NM43dO1SrZ— Kamil Galeev (@kamilkazani) March 6, 2022 Þá stóðu öfgasinnaðir stuðningsmenn Rússa í Serbíu fyrir mótmælum vopnaðir skiltum þar sem Z-an var áberandi. Rússneskir þjóðernissinar sem styðja innrásina í Úkraínu hafa einnig birt myndbönd þar sem Z-an er áberandi, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Russian nationalists are rallying in support of the war with Ukraine pic.twitter.com/IonxefBoef— Samuel Ramani (@SamRamani2) March 6, 2022 Í borginni Kazan var gengið skrefinu lengra. Þar skipulagði forsvarsmaður góðgerðarsamtaka sem styðja krabbameinsjúka myndatöku þar sem krabbameinssjúk börn og mæður þeirra stilltu sér upp í myndatöku. Stilltu þau sér upp í Z-u. Dæmdur njósnari, nú þingmaður, teiknaði Z-una á jakkann Stuðningsmenn Vladímirs Pútíns Rússlandsforseta hafa einnig gripið til þess að nýta sér táknið. María Butína, sem játaði sig seka um samsæri og starfar sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum árið 2019, er ein af þeim. Serbneskur mótmælandi spreyjar Z-una á götuna.Milos Miskov/Anadolu Agency via Getty Images) Bútína er nú þingmaður í Rússlandi. Á dögunum birti hún myndband þar sem hún fór úr jakkanum og teiknaði Z-u á boðung jakkans. Just another day in the life of Maria Butina:Drawing a white "Z" marking on your lapel to show solidarity with the invasion of Ukraine pic.twitter.com/raYG3kRznT— Francis Scarr (@francska1) March 3, 2022 Hún er ekki sú eina sem teiknað hefur Z-una á klæði sín. Þannig nýtti rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak tækifærið um helgina þegar hann deildi verðlaunapalli með Ilia Kovtun, úkraínskum fimleikamanni. Kovtun vann gull en Kuliak þurfti að sætta sig við brons. Kuliak mátti ekki keppa í búningi merktum Rússlandi en hann ákvað þess í stað að búa til Z á á brjóstkassanum sínum í stað rússneska merkisins. Alþjóðafimleikasambandið segist hafa tekið þetta mál inn á borð aganefndar sambandsins vegna þessarar framkomu Rússans unga á heimsbikarmótinu. Hann gæti því átt von á sekt eða banni. Fylgst er með öllum nýjustu vendingum í Úkraínu í Vaktinni á Vísi sem nálgast má í fréttinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Serbía Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. 7. mars 2022 12:01 Tvítugur rússneskur fimleikamaður á palli með stríðsáróður á brjóstkassanum Rússneskir og hvít-rússneskir fimleikamenn mega frá og með deginum í dag ekki keppa lengur á mótum á vegum Alþjóðafimleikasambandsins. Þetta kemur auðvitað til vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 11:30 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Táknið, bókstafurinn Z, sást fyrst á skriðdrekum og herbílum Rússa við upphaf innrásarinnar í Úkraínu. Myndir og myndbönd sýna hvernig búið var að mála bókstafinn á ýmis hergögn Rússa. Líklega ætlað til að aðgreina hergögn Rússa Fjallað var um málið á vef breska miðilsins Independent í upphafi innrásarinnar. Þar kom fram, samkvæmt sérfræðingum í hernaði, að merkingunni væri líklega ætlað að tákna hvert hver herdeild væri að fara, og til að koma í veg fyrir að Rússar myndu skjóta á eigin herdeildir, enda margt sameiginlegt með hergögnum Rússa og Úkraínumanna. Interesting column in Belgorod. Looks like a radio relay vehicle, R-149MA1 command-staff, R-166-0.5 communications vehicle, and other C2 or comm vehicles plus a Typhoon-K MRAP. With the “Z” marking. (H/t @Idzanagi4)https://t.co/eUIxrpOLzn pic.twitter.com/DOgvrGhC8D— Rob Lee (@RALee85) February 20, 2022 Í einhverjum tilvikum hefur Z-an verið inn í kassa, í öðrum inni í þríhyrningi eða þá bara stök. Á samfélasmiðlum hefur því verið haldið fram að Z-an merki Za pobedy sem þýðir til sigurs. Aðrir vilja meina að Z-an tákni Zapad, sem þýðir vestur. "Z" is a letter that Russian Military are putting on their vehicles departing to Ukraine. Some interpret "Z" as "Za pobedy" (for victory). Others - as "Zapad" (West). Anyway, this symbol invented just a few days ago became a symbol of new Russian ideology and national identity pic.twitter.com/iWuBPhhdEb— Kamil Galeev (@kamilkazani) March 6, 2022 Hernaðarsérfræðingurinn Michael Clarke telur líklegast að Z-an tákni hvert hver herdeild eigi að stefna. „Yfirleitt eru þessar merkingar byggðar á staðsetningu. Þeir segja deildunum hvert þeir eiga að fara,“ sagði Clarke við Sky News en breska fréttastofan rannsakaði táknið á dögunum. Í umfjöllun Sky News eru birtar myndir af alls konar táknum á rússneskum hergögnum, máluð á skriðdrekana og herbílana á sama hátt og Z-an, á áberandi hátt með hvítri málningu. „Það að þau eru svona margvísleg segir manni meira. Þetta eru örugglega merki sem tákna hverjir eigi að fara norðaustur eða norðvestur innan ákveðins héraðs, svo ég nefni dæmi,“ sagði Clarke. Orðið eitthvað stærra og meira Z-an virðist hins vegar hafa eignast nýtt líf utan stríðsvéla Rússa, sem tákn þeirra sem styðja Rússa og innrásina inn í Úkraínu. Þannig hefur Z-an birst víða. Greint hefur verið frá því á samfélagsmiðlum að Z-an hafi birst víða í Rússlandi á límmiðum sem búið að vera að koma fyrir á bílum. Business owners put "Z" - showing their support of invasion on their trucks. Here you see a funeral service fully endorsing Z message pic.twitter.com/NM43dO1SrZ— Kamil Galeev (@kamilkazani) March 6, 2022 Þá stóðu öfgasinnaðir stuðningsmenn Rússa í Serbíu fyrir mótmælum vopnaðir skiltum þar sem Z-an var áberandi. Rússneskir þjóðernissinar sem styðja innrásina í Úkraínu hafa einnig birt myndbönd þar sem Z-an er áberandi, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Russian nationalists are rallying in support of the war with Ukraine pic.twitter.com/IonxefBoef— Samuel Ramani (@SamRamani2) March 6, 2022 Í borginni Kazan var gengið skrefinu lengra. Þar skipulagði forsvarsmaður góðgerðarsamtaka sem styðja krabbameinsjúka myndatöku þar sem krabbameinssjúk börn og mæður þeirra stilltu sér upp í myndatöku. Stilltu þau sér upp í Z-u. Dæmdur njósnari, nú þingmaður, teiknaði Z-una á jakkann Stuðningsmenn Vladímirs Pútíns Rússlandsforseta hafa einnig gripið til þess að nýta sér táknið. María Butína, sem játaði sig seka um samsæri og starfar sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum árið 2019, er ein af þeim. Serbneskur mótmælandi spreyjar Z-una á götuna.Milos Miskov/Anadolu Agency via Getty Images) Bútína er nú þingmaður í Rússlandi. Á dögunum birti hún myndband þar sem hún fór úr jakkanum og teiknaði Z-u á boðung jakkans. Just another day in the life of Maria Butina:Drawing a white "Z" marking on your lapel to show solidarity with the invasion of Ukraine pic.twitter.com/raYG3kRznT— Francis Scarr (@francska1) March 3, 2022 Hún er ekki sú eina sem teiknað hefur Z-una á klæði sín. Þannig nýtti rússneski fimleikamaðurinn Ivan Kuliak tækifærið um helgina þegar hann deildi verðlaunapalli með Ilia Kovtun, úkraínskum fimleikamanni. Kovtun vann gull en Kuliak þurfti að sætta sig við brons. Kuliak mátti ekki keppa í búningi merktum Rússlandi en hann ákvað þess í stað að búa til Z á á brjóstkassanum sínum í stað rússneska merkisins. Alþjóðafimleikasambandið segist hafa tekið þetta mál inn á borð aganefndar sambandsins vegna þessarar framkomu Rússans unga á heimsbikarmótinu. Hann gæti því átt von á sekt eða banni. Fylgst er með öllum nýjustu vendingum í Úkraínu í Vaktinni á Vísi sem nálgast má í fréttinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Serbía Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. 7. mars 2022 12:01 Tvítugur rússneskur fimleikamaður á palli með stríðsáróður á brjóstkassanum Rússneskir og hvít-rússneskir fimleikamenn mega frá og með deginum í dag ekki keppa lengur á mótum á vegum Alþjóðafimleikasambandsins. Þetta kemur auðvitað til vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 11:30 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22
Shevchenko beygði af: „Get ekki horft á það sem er að gerast í landinu mínu án þess að gráta“ Andriy Shevchenko, frægasti fótboltamaður Úkraínu, hefur miklar áhyggjur af fjölskyldumeðlimum sínum sem eru enn í heimalandinu. 7. mars 2022 12:01
Tvítugur rússneskur fimleikamaður á palli með stríðsáróður á brjóstkassanum Rússneskir og hvít-rússneskir fimleikamenn mega frá og með deginum í dag ekki keppa lengur á mótum á vegum Alþjóðafimleikasambandsins. Þetta kemur auðvitað til vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2022 11:30
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21