Innlent

Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna

Jakob Bjarnar skrifar
Forseti íslenska lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, í skimun. Hún er ekki ókeypis en miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrirliggjandi frá heilbrigðisráðuneytinu þá hefur kostnaðurinn vegna skimana verið 13 milljónir á dag frá í febrúar 2020 til loka desembermánaðar 2021.
Forseti íslenska lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, í skimun. Hún er ekki ókeypis en miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrirliggjandi frá heilbrigðisráðuneytinu þá hefur kostnaðurinn vegna skimana verið 13 milljónir á dag frá í febrúar 2020 til loka desembermánaðar 2021. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur.

Skriflegt svar hefur birst á Alþingisvefnum og má sjá hér. Tímabilið sem um ræðir er frá í febrúar 2020 fram í desember 2021 þannig að talsvert er útistandandi. Að því gefnu að um sé að ræða 1. febrúar 2020 til 31. desember 2021 þá er um að ræða 700 daga. Sem gera rúmar 13 milljónir króna á dag að meðaltali.

Heilbrigðisráðuneytið sendi fyrirspurnir vegna erindis Bergþórs á: Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sjúkratrygginga Íslands.

Í svari segir að svör hafi borist frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Sjúkratryggingum Íslands.

Sundurliðað er kostnaðurinn þessi:

PCR: 5.361.253.085 kr.

Hraðpróf: 1.011.158.275 kr.

Landamæraskimun: 2.291.672.579 kr.

Sóttkví: 215.325.213 kr.

Rakning: 16.551.003 kr.

Ferðamannavottorð: 330.625.698 kr.

Annað: 746.887 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×