„Úkraínumenn sæta nú miskunnarlausum árásum frá nágrönnum sínum, Rússum. Við fyllumst sorg, reiði og varnarleysi yfir þessari mannvonsku og illsku. Öllum sem vilja sýna samhug með úkraínsku þjóðinni og rússneskum almenningi sem mætir grimmd og harðræði fyrir að mótmæla innrásinni, er boðið á tónleika í Hallgrímskirkju á morgun, þriðjudag 8. mars, klukkan 18:00,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.
Fram koma meðal annars: Ragnar Kjartansson, Kór Hallgrímskirkju, KK, Ellen Kristjánsdóttir, Þorsteinn Einarsson í Hjálmum, Alexandra Chernyshova, Jói P og Króli, Elín Ey, Sigga og Beta og Eyþór Gunnarsson. Ávörp flytja Christofer Christofer og Kári Stefánsson.
Fólk er velkomið húsrúm leyfir og hægt verður að kveikja á friðarljósi fyrir Úkraínu.
„Þessi mikli harmleikur snertir okkur öll.“