Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Anastasiaa bendir á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum. Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46