„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2022 20:00 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2/Egill Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni lækkuðu í morgun. Svona leit Kauphöllin út um miðjan dag þegar þessi frétt var unnin. Icelandair lækkaði um rúm 8,6 prósent og Íslandsbanki um 2,9 prósent. Hagfræðingur segir að lækkunin sé meiri hér en viða erlendis. „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin. Íslenski markaðurinn er búinn að lækka töluvert meira en Dow Jones og SUP og danska vísitalan og norska. Markaðir sem hafa allir hækkað eftir stríðið en úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkar um tíu prósent,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Markaðurinn grunnur Hann segir að ástæðan sé sú að markaðurinn hér á landi sé frekar grunnur. Hann sé lítill og því þurfi minna til þess að hreyfa við honum. „Þegar markaðurinn er svona lítill þá þarf minna til þess að hækka hann og minna til þess að lækka hann niður. Hann er frekar þunnur, fáir aðilar til að koma inn á markaðinn til þess að koma. Það verða meiri sveiflur. Það vantar kannski menn sem taka stöðu á móti þegar það verða miklar hækkanir eða koma inn þegar það verða miklar lækkanir.“ Hækkun olíuverðs hafi mikil áhrif en olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár. Snorri segir það að einhverju leyti sérstakt hve mikil áhrif olíuverð hefur á íslenskan markað. „Varðandi íslenska hlutabréfamarkaðinn þá er sérstakt að hann sé að lækka meira en í löndum sem eru algjörlega háð olíu og viðskiptum við Úkraínu og Rússland. Lönd sem eru í austur, eða mið Evrópu og markaðurinn hér að lækka sama eða jafnvel meira.“ Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni lækkuðu í morgun. Svona leit Kauphöllin út um miðjan dag þegar þessi frétt var unnin. Icelandair lækkaði um rúm 8,6 prósent og Íslandsbanki um 2,9 prósent. Hagfræðingur segir að lækkunin sé meiri hér en viða erlendis. „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin. Íslenski markaðurinn er búinn að lækka töluvert meira en Dow Jones og SUP og danska vísitalan og norska. Markaðir sem hafa allir hækkað eftir stríðið en úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkar um tíu prósent,“ sagði Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Markaðurinn grunnur Hann segir að ástæðan sé sú að markaðurinn hér á landi sé frekar grunnur. Hann sé lítill og því þurfi minna til þess að hreyfa við honum. „Þegar markaðurinn er svona lítill þá þarf minna til þess að hækka hann og minna til þess að lækka hann niður. Hann er frekar þunnur, fáir aðilar til að koma inn á markaðinn til þess að koma. Það verða meiri sveiflur. Það vantar kannski menn sem taka stöðu á móti þegar það verða miklar hækkanir eða koma inn þegar það verða miklar lækkanir.“ Hækkun olíuverðs hafi mikil áhrif en olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár. Snorri segir það að einhverju leyti sérstakt hve mikil áhrif olíuverð hefur á íslenskan markað. „Varðandi íslenska hlutabréfamarkaðinn þá er sérstakt að hann sé að lækka meira en í löndum sem eru algjörlega háð olíu og viðskiptum við Úkraínu og Rússland. Lönd sem eru í austur, eða mið Evrópu og markaðurinn hér að lækka sama eða jafnvel meira.“
Kauphöllin Bensín og olía Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira