Frá Vestmannaeyjum til Vestfjarða: „Ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2022 20:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Vestra. Vísir/Sigurjón „Langur og ekki langur, hvað er langt og hvað er stutt. Þetta voru einhverjir dagar, þetta var ekkert sem ég sagði já við einn tveir og bingó,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra, í viðtali í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Eftir að hafa misst þjálfara sinn til ÍA nýverið vantaði Vestra þjálfara. Liðið hefur loks fundið sinn mann en fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar var í gærkvöld ráðinn þjálfari liðsins. „Það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir. Hann Sammi (Samúel Samúelsson) er með sannfæringakraft, við getum sagt það. Hann sannfærði mig um að ég væri rétti maðurinn í þetta verkefni.“ „Þetta er virkilega spennandi. Auðvitað er maður ekkert nýr af nálinni í þessu en sem þjálfari er maður tiltölulega ferskur og ungur. Þetta er virkilega spennandi tækifæri og erfitt að segja nei við svona liði og svona fólki sem vinnur í kringum þetta,“ sagði Gunnar Heiðar um nýjustu áskorun sína en hann hefur undanfarið stýrt liði KFS sem tryggði sér sæti í 3. deildinni síðastliðið haust. Gunnar Heiðar hló dátt er hann var spurður hvort stefnan væri sett beint upp eða hvort hann fengi smá tíma í uppbyggingarferli. „Ég er líka með rosalega mikinn metnað. Ég ætla samt ekki að gefa neitt út, ætla að byrja á að hitta strákana í liðinu og svo getum við ákveðið hvað við ætlum að gera.“ „Nú er ég að koma mér inn í allar þessar Facebook-grúppur til að hafa samband við fólk í kringum mig. Auðvitað er aðstaðan fyrir Vestan ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir en það eru tveir leikir um helgina og það verður fyrsta skipti sem ég hitti þá allavega.“ „Það er ekki eins og ég sé að fara til Úsbekistan eða eitthvað, þetta er nú bara hérna á Íslandi. Þetta verður bara skemmtilegt og gaman að upplifa sumar á Vestfjörðum.“ Að lokum var Gunnar Heiðar spurður hvort Vestri þyrfti styrkingu fyrir komandi tímabil. „Ekki hugmynd. Ég ætla að vera algjörlega heiðarlegur með það.“ Klippa: Viðtal: Gunnar Heiðar
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Sportpakkinn Ísafjarðarbær Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira