Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2022 20:59 Vísir/Vilhelm Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirpsurn Túrista. Í grein miðilsins segir að í sumar muni samningar Icelandair um festingar á kaupverði eldsneytis renna út. Í grein Túrista segir að ekki sé óþekkt ða flugfélög kaupi eldsneyti á markaðsverði, í stað þess að festa verðið fram í tímann. Það hafi til dæmis verið gert af forsvarsmönnum Wow Air, með góðum árangri þegar olíuverð var lágt. Hins vegar reyndist það erfitt þegar verð hækkaði. Nú hefur olíuverð hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bent er á að Wizz Air hafi verið að festa verð til næstu fjögurra mánaða og það í 1.172 dali á tonnið. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, úr viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann sagði að hækkanir upp fyrir 800 dali á tonnið muni hafa neikvæð áhrif á afkomu. Merki um hækkanir Rætt var við Kristján Sigurjónsson hjá Túrista í Reykjavík síðdegis í dag. Þar var rætt við hann um stöðuna í ferðabransanum vegna innrásarinnar og sagði hann óvissuna mikla. Þetta væri vandamál fyrir ferðaþjónustuna almennt. „Á einhverjum tímapunkti hlýtur þetta eldsneytisverð að skila sér út í verðlagið og valda því að fargjöldin fari upp á við. Það eru svo sem merki um það nú þegar að það sé farið að gerast,“ sagði Kristján meðal annars. Stríð í Evrópu væri þar að auki fráhrindandi í augum Bandaríkjamanna, stærsta hóp ferðamanna sem sækja Ísland heim. Hlusta má á spjallið við Kristján hér að neðan. Icelandair Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Tengdar fréttir „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00 Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirpsurn Túrista. Í grein miðilsins segir að í sumar muni samningar Icelandair um festingar á kaupverði eldsneytis renna út. Í grein Túrista segir að ekki sé óþekkt ða flugfélög kaupi eldsneyti á markaðsverði, í stað þess að festa verðið fram í tímann. Það hafi til dæmis verið gert af forsvarsmönnum Wow Air, með góðum árangri þegar olíuverð var lágt. Hins vegar reyndist það erfitt þegar verð hækkaði. Nú hefur olíuverð hækkað hratt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Bent er á að Wizz Air hafi verið að festa verð til næstu fjögurra mánaða og það í 1.172 dali á tonnið. Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, úr viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hann sagði að hækkanir upp fyrir 800 dali á tonnið muni hafa neikvæð áhrif á afkomu. Merki um hækkanir Rætt var við Kristján Sigurjónsson hjá Túrista í Reykjavík síðdegis í dag. Þar var rætt við hann um stöðuna í ferðabransanum vegna innrásarinnar og sagði hann óvissuna mikla. Þetta væri vandamál fyrir ferðaþjónustuna almennt. „Á einhverjum tímapunkti hlýtur þetta eldsneytisverð að skila sér út í verðlagið og valda því að fargjöldin fari upp á við. Það eru svo sem merki um það nú þegar að það sé farið að gerast,“ sagði Kristján meðal annars. Stríð í Evrópu væri þar að auki fráhrindandi í augum Bandaríkjamanna, stærsta hóp ferðamanna sem sækja Ísland heim. Hlusta má á spjallið við Kristján hér að neðan.
Icelandair Fréttir af flugi Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Tengdar fréttir „Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00 Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53 Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. 7. mars 2022 20:00
Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. 7. mars 2022 13:53
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. 7. mars 2022 10:21