Vaktin: Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og fleiri loka í Rússlandi Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Eiður Þór Árnason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. mars 2022 23:00 Rússar gæða sér á McDonalds í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Helstu tíðindi: Forsvarsmenn nokkurra stórra alþjóðlegra fyrirtækja tilkynntu að starfsemi fyrirtækanna yrði stöðvuð eða takmörkuð í Rússlandi. Þar á meðal eru Pepsi, Coca-Cola, McDonalds og Starbucks. Vladimír Pútín er ekki klikkaður. Það er samkvæmt William J. Burns, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Burns ræddi við meðlimi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag um hugarástand Pútíns. Pólverjar ætla að senda orrustuþotur til Þýskalands en þaðan munu Bandaríkjamenn koma þeim til Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði breska þingmenn í þingsal í dag, fyrstur erlendra þjóðarleiðtoga og hét því að berjast til hins síðasta. Þá óskaði hann eftir frekari aðstoð Breta. Úkraínski herinn segir að verulega hafi hægt á sókn rússneskra hersveita. Harðir bardagar standi þó enn yfir víða í landinu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að minnst 474 almennir borgarar hafi farist frá því að innrásin hófst 24. febrúar. Fjölgar þeim látnu um 68 milli daga. Þá er talið að minnst 861 almennur borgari hafi særst í átökunum. Bandaríkjaforseti kynnti í dag innflutningsbann á olíu frá Rússlandi. Bretar hyggjast fasa út olíuinnflutningi frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Ríki Evrópusambandsins stefna að því að minnka gasinnflutning frá ríkinu um 66% fyrir lok 2022. Bandaríkjamenn telja að Rússar hafi misst tvö til fjögur þúsund hermenn í stríðinu í Úkraínu. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War spáir því að Rússar muni láta til skarar skríða gegn Kænugarði einhvern tímann á næstu fjórum dögum. Rússneskar hersveitir hafi safnast saman austur, norðvestur og vestur af borginni. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira