Roland sleppir ekki símanum og vonar að leikmennirnir hans lifi þetta af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 08:31 Roland Eradze við hlið dóttur sinnar Mariam og með símann sinn í höndinni. S2 Sport Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er kominn heim til Íslands en hann þurfti að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu. Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor sem kemur frá borginni Zaporizhzhia í Úkraínu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam. Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Roland og dóttur hans Mariam og spurði hann meðal annars út í liðið hans og leikmennina sem flestir eru enn í Úkraínu. Mjög góðir náungar í liðinu „Við erum með mjög góða náunga í liðinu og ég er mjög stoltur að vera hluti af þessu liði. Það eru menn frá mörgum þjóðum í liðinu. Ég er Georgíumaður, það eru Rússar, Hvít-Rússar, Spánverjar og Króatar í liðinu en við höfum staðið saman allan þennan tíma,“ sagði Roland Eradze. „Það var enginn að segja: Þú ert Rússi og herinn ykkar er að senda sprengja sínar hingað eða að þú ert Hvít-Rússi. Þetta eru bara ótrúlega kringumstæður,“ sagði Eradze en hvernig var þetta fyrir Rússana í liðinu? Klippa: Roland Eradze um leikmennina og liðið sitt Ég sá hvað þeim leið illa „Það var mjög slæmt. Ég sá á þeim hvað þeim leið illa eins og þeir hefðu gert eitthvað slæmt. Þeir voru að reyna að sýna öllum að þeir stæðu með okkur og þetta væri bara Pútín. Þetta var því mjög erfitt fyrir þá,“ sagði Roland. „Þeir voru að reyna að veita hverjum öðrum stuðning. Menn voru að hringjast á og minna menn á það að þessi hópur stæði saman,“ sagði Roland sem vill að þeim sökum líta af símanum sínum því það væri alltaf von á skilaboðum. „Já, síminn er alltaf við höndina og hefur verið þannig síðustu tíu daga. Maður er alltaf með símann að bíða eftir nýjustu upplýsingunum,“ sagði Roland. Leikmenn hans í úkraínska hernum „Í sambandi við leikmennina í liðinu þá eru einhverjir farnir til sín heima en einhverjir eru enn á landamærunum við Pólland. Úkraínsku leikmennirnir eru enn í Zaporizhzhia að hjálpa hernum eða fólkinu sem sjálfboðaliðar,“ sagði Roland. „Ég er ekki mikið að hugsa um þá í hernum en ég óska þess að það sé í lagi með þá og að þeir lifi þetta af. Síðustu tvö árin þá hefur þessi hópur verið meira en bara lið heldur meira eins og fjölskylda. Við vorum saman í sex tíma á hverjum degi,“ sagði Roland. Þekkir börn og jafnvel foreldra leikmanna vel „Ég þekki fjölskyldur og börn allra leikmannanna. Ég líka foreldra sumra. Við í þessu liði erum mjög nánir. Núna óttast ég að eitthvað muni gerast fyrir suma þeirra en ég vil helst ekki hugsa um slíkt,“ sagði Roland. „Ég vona bara að það verði friður,“ sagði Roland en dóttir hans Mariam Eradze sagði aðeins frá því hvernig pabbi hennar er búinn að vera síðan hann kom þeim. Var lengi í faðmi föður síns „Þungur en þótt að hann sé kannski ekki í eins góðu skapi og hann myndi annars vera þá vorum við mjög glöð að sjá hvort annað. Það var einhver tími þar sem maður var bara í fanginu á honum,“ sagði Mariam. „Ég veit að hann er að reyna að vera glaður og ánægður með að vera hérna en hann dettur alveg inn í það að vera í símanum og fylgjast með fréttunum. Vitandi af því að strákarnir hans eru þarna. Þetta er ákveðin fjölskylda sem er búið að búa til þarna. Þetta liggur þungt á honum,“ sagði Mariam.
Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Tengdar fréttir Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15 „Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 19:15
„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. 6. mars 2022 16:01