Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 14:55 Lagt verður til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – sem nemi fjórum milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna. Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni. Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Innan samstæðu OR eru, auk móðurfélagsins; Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Í tilkynningu frá OR segir að rekstrarkostnaður samstæðunnar hafi lækkað á milli áranna 2020 og 2021. Á sama tíma hafi heimsmarkaðsverð á áli hækkað sem hafi skilað Orku náttúrunnar auknum tekjum af raforkusölu til stóriðju. Þá segir að raunverð á sérleyfisþjónustu Veitna hafi lækkað lítillega á árinu. „Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2021 nam 12.040 milljónum kr. (2020: hagnaður 5.628 milljónir kr.). Heildarafkoma samstæðunnar á árinu 2021 nam 29.527 milljónum kr. (2020: 8.827 milljónir kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 413.882 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 394.164 milljónir kr.). Eigið fé nam 213.653 milljónum kr. í árslok (31.12.2020: 188.126 milljónir kr.) og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar 51,6% (31.12.2020: 47,7%),“ segir í ársskýrslunni. Seinkun á endurbyggingu húsnæðis OR Ennfremur segir að í október 2020 hafi Orkuveita Reykjavíkur birt fjárhagsspá í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samkvæmt þeirri spá hafi verið gert ráð fyrir að tekjur ársins 2021 yrðu 49,1 milljarður króna. Raunin hafi hins vegar verið 51,9 milljarðar króna eða 2,8 milljörðum króna hærri en áætlað var sem að mestu megi rekja til hærri tekna af raforkusölu sem tengd er álverði. „Rekstrarkostnaður var áætlaður 19,1 milljarður en raunin varð 18,4 milljarðar eða 0,8 milljörðum króna lægri en áætlað var sem rekja má til lægri viðhaldskostnaðar veitukerfa en áætlað var. Fjárfesting ársins í rekstrarfjármunum nam 18,5 milljörðum en fjárhagsspáin gerði ráð fyrir 21,2 milljörðum. Helstu ástæður lægri fjárfestingar má rekja til seinkunar á endurbyggingu húsnæðis OR að Bæjarhálsi 1 og færri vinnsluholum vegna betri stöðu gufuforða í virkjunum,“ segir í ársskýrslunni.
Orkumál Reykjavík Akranes Borgarbyggð Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira