„Hryllingur að þetta sé að gerast 2022“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2022 18:31 Flóttinn reynist mörgum erfiður og óvissan um hvað taki við er mikil. Páll Stefánsson Mikið mæðir á sjálfboðaliðum við landamæri Póllands og Úkraínu sem taka á hverjum degi á móti þúsundum flóttafólks. Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Ríflega tvær milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið stríðið við Rússa. Flestir hafa farið til Póllands en þangað hefur meira ein milljón flóttamanna komið. Páll Stefánsson ljósmyndari hefur síðustu daga verið á ferð við landamærin að Úkraínu en hann vinnur að bók um flóttafólk. Sem stendur er hann staddur í Hrebenne í Póllandi þar sem komið hefur verið upp sérstökum móttökubúðum fyrir flóttafólk. „Þetta er bara hryllingur að þetta sé að gerast 2022. Maður hefði aldrei trúað þessu,“ segir Páll. Nokkuð kalt er enn í veðri sem gerir flóttann fyrir ung börn og gamalmenni erfiðari. „Það er voðalega kalt og hérna það er rétt við frostmark og fólk er að koma hérna gangandi yfir landamærin í stríðum straumi.“ Flestir koma með lítið með sér, jafnvel aðeins einn bakpoka. Hópurinn samanstendur af konum, börnum og eldri mönnum en karlmönnum á aldrinum 18-60 ára hefur verið gert að vera áfram í Úkraínu og berjast í stríðinu. Á móttökustöðinni í Hrebenne hefur verið sett upp súpueldhús og tjöld þar sem fólk getur sest og fengið sér að borða. Þá má líka finna þar hlý föt. Frá Hrebenne er fólkinu, sem kom gangandi yfir landamærin, ekið til höfuðborgar Póllands. „Það eru rútur sem eru að koma þeim til Varsjár og það eru um 450 kílómetrar héðan.“ Flestir þeirra sem sjá um að taka á móti fólkinu og aðstoða það eru sjálfboðaliðar. Páll segir suma þeirra óttast að stríðið geti breiðst út til Póllands ef Pútín Rússlandsforseti verður ekki stöðvaður „Þeim finnst þetta bara bræðraþjóð og svo er líka fólk er bara hrætt við að Rússarnir haldi áfram.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Pólland Tengdar fréttir Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59 Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33 Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22 Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. 7. mars 2022 20:59
Vill að úkraínskt flóttafólk fái atvinnuleyfi við komuna til landsins Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að flóttafólk frá Úkraínu fái atvinnuleyfi við komuna til landsins. Hann segir stjórnvöld vísa fólki leið sem feli í sér minni réttindi en það eigi rétt á. Búist er við að tvö til fimm þúsund úkraínskir flóttamenn muni leita hingað til lands á næstunni. 7. mars 2022 19:33
Ísland á lista Rússa yfir óvinveittar þjóðir Ísland má finna á nýsamþykktum lista rússneskra stjórnvalda yfir ríki sem hafa beitt rússneska ríkinu, fyrirtækjum eða borgurum óvinveittum þvingunum. 7. mars 2022 12:22
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 7. mars 2022 11:20