Fótbolti

Þróttur fær liðsstyrk fyrir sumarið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
María Eva Eyjólfsdóttir mun leika með Þrótti í Bestu deildinni næstu tvö árin.
María Eva Eyjólfsdóttir mun leika með Þrótti í Bestu deildinni næstu tvö árin. Þróttur

Þróttur R. hefur fengið knattspyrnukonuna Maríu Evu Eyjólfsdóttur til liðs við félagið frá Fylki, en María skrifaði undir tveggja ára samning við Þrótt.

María er 25 áraog hefur leikið tæplega hundrað leiki í efstu deild fyrir Fylki og Stjörnuna. Þá hefur hún einnig leikið níu leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Í tilkynningu frá Þrótti kemur fram að þrátt fyrir að María sé varnarmaður sé hún fjölhæfur leikmaður sem muni auka breidd og samkeppni í liði Þróttar.

„Við fögnum því mjög að fá Maríu til liðs við okkur,“ sagði formaður knattspyrnudeildar Þróttar í tilkynningu frá félaginu. „Hún er mjög góður leikmaður með mikla reynslu og mun án efa verða mik­il­væg­ur hlekk­ur í liði Þrótt­ar næstu árin.“

Við höf­um stefnt að því að efla hóp­inn og auka breidd­ina og með Maríu bæt­ist við leikmaður sem sem við vit­um að verður mjög góð viðbót við sterka liðsheild.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×