Gaupi fór í Kringluna og fékk svar við stóru spurningunni um þjóðaríþrótt Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 09:01 Guðjón Guðmundsson ræðir við einn viðmælanda sinn í Kringlunni. S2 Sport Árangur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í janúar vakti auðvitað mikla athygli hér á landi en þar náðu Strákarnir okkar í handboltanum enn á ný að sameina þjóðina. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Guðjón Guðmundsson skellti sér í Kringluna í nýjasta Eina-innslagi sínu í Seinni bylgjunni og fékk þar svar við stóru spurningunni: Er handboltinn þjóðaríþrótt okkar Íslendinga? Gaupi hitti þá fjölda fólks á öldum aldri og spurði þó þessarar spurningar. Margir svöruðu spurningunni játandi en aðrir nefndu aðrar íþróttir. Auðvitað leiðandi spurning hjá handboltafrömuðinum en svörin oft skemmtileg. „Það fer ekki á milli mála Gaupi minn. Að sjálfsögðu. Þetta er bara eitthvað sem allir Íslendingar hafa ástríðu fyrir. Við trúum á strákana okkar,“ sagði einn. „Nei, fótboltinn,“ svaraði annar. „Já ég myndi halda það. Ég fylgist með handboltanum og með þér líka,“ svaraði sá þriðji. „Já ég held það að hann sé orðin það aftur. Fótboltinn var orðinn það á tímabili en ég held að það sé komið til baka,“ svaraði einn í viðbót. Það kom ekkert Gaupa úr jafnvægi ekki einu sinni þegar hann hitti á fólk sem hafði engan áhuga á íþróttum. „Ég hef bara litla sem enga skoðun á íþróttum,“ svaraði einn þeirra en Gaupi spurði hvernig stæði á því? „Það er bara ekki mitt áhugamál,“ svaraði þessi litli íþróttaáhugamaður. „Það er ekkert hægt að lækna þig við því,“ sagði þá Gaupi eins og honum er einum lagið og fékk viðmælanda sinn til að hlæja. Gaupi fékk líka að vita meira um viðmælendur sína og skoðanir þeirra um handbolta. Hermann Gunnarsson var í miklu uppáhaldi hjá einum. „Mér fannst Hemmi Gunn alltaf djöfull góður. Ég sá Frakkaleikinn þar sem hann skoraði átján eða nítján mörk.“ Það má sjá fleiri skemmtileg svör hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gaupi og þjóðaríþrótt okkar Íslendinga
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Kringlan Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Stjarnan slátraði meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti