UEFA stefnir á að meirihluti landsliða verði með á EM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2022 10:01 Íslenska landsliðið ætti að eiga greiðari leið á EM ef fyrirætlanir UEFA verða að veruleika. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stefnir að því að 32 lið verði með í lokakeppni EM karla árið 2028. Það myndi þýða að aðeins 23 af 55 knattspyrnusamböndum Evrópu ættu ekki lið á mótinu og hafa þessar fyrirætlanir verið gagnrýndar. Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Frá þessu greinir Daily Mail í dag. Evrópumótið sem Ísland tók þátt á árið 2016 í Frakklandi var það fyrsta eftir að þátttökuliðum var fjölgað úr 16 í 24. Samkvæmt frétt Daily Mail vill UEFA nú ganga skrefi lengra, með von um auknar tekjur af miðasölu og sjónvarpsréttindum. Þetta hefði hins vegar í för með sér að sterkustu þjóðir Evrópu ættu nær öruggt sæti á EM og spurning er hvernig undankeppninni yrði háttað. UEFA hefur ráðfært sig við hagsmunaaðila og hugmyndin er sögð njóta stuðnings þeirra sem ráða, og ætlunin er að hún komi til framkvæmda strax árið 2028. Næsta EM fer fram í Þýskalandi árið 2024 en Daily Mail fullyrðir að yfirgnæfandi líkur séu á að mótið 2028 fari fram á Bretlandi og Írlandi. „Þetta skaðar bara gæði vörunnar“ Ýmsir óttast að ljóminn færi af þessu vinsæla stórmóti með því að hafa 32 þátttökuþjóðir og Maheta Molango, formaður leikmannasamtakanna í Englandi, telur að breytingarnar myndu bitna á bæði leikmönnum og stuðningsmönnum: „Þetta skaðar bara gæði vörunnar. Krakkar fá ekki að sjá bestu útgáfuna af stjörnunum sínum. Það er raunveruleikinn. Já, það gætu fylgt þessu einhver skammtímagróði en til langs tíma er verið að skaða vöruna,“ sagði Molango. Ákveðið hefur verið að fjölga þátttökuþjóðum á HM karla frá og með heimsmeistaramótinu árið 2026, sem fram fer í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum. Þar munu 48 lið taka þátt í stað 32 liða líkt og á HM í Katar í lok þessa árs.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira