Í næstu viku er allra síðasti möguleiki á að kaupa DOTTIR miða á EM 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 14:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Þeir sem vilja ná sér í miða á leiki íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í Englandi í sumar verða að vera á vaktinni í næstu viku. Það hefur verið mikill áhugi á miðum á leiki íslensku stelpnanna og í fyrri tveimur söluglugganum hafa miðarnir selst upp. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú látið vita að það eru nokkrir miðar að losna og verður örugglega mikill áhugi á þeim eins og hinum. UEFA hefur upplýst KSÍ um að 200-300 DOTTIR miðar til viðbótar á leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2022 verði lausir í sölu þann 16. mars á miðasöluvef UEFA. Hver kaupandi mun geta keypt allt að 10 miðum á hvern leik. https://t.co/0wIWYVypMO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2022 Vandamálið er að fyrstu tveir leikir íslenska liðsins fara í raun fram á alltof litlum leikvangi og því er barist um miðana. Þetta er Manchester City Academy leikvangurinn í Manchester sem tekur bara sjö þúsund manns. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna á EM 2022 hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. Nú hefur UEFA upplýst KSÍ um að fleiri DOTTIR miðar verði lausir í sölu til stuðningsmanna Íslands, miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR miða á alla leikina þrjá í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miðum á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA miðvikudaginn 16. mars klukkan 10:00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10:00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Það hefur verið mikill áhugi á miðum á leiki íslensku stelpnanna og í fyrri tveimur söluglugganum hafa miðarnir selst upp. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú látið vita að það eru nokkrir miðar að losna og verður örugglega mikill áhugi á þeim eins og hinum. UEFA hefur upplýst KSÍ um að 200-300 DOTTIR miðar til viðbótar á leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2022 verði lausir í sölu þann 16. mars á miðasöluvef UEFA. Hver kaupandi mun geta keypt allt að 10 miðum á hvern leik. https://t.co/0wIWYVypMO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2022 Vandamálið er að fyrstu tveir leikir íslenska liðsins fara í raun fram á alltof litlum leikvangi og því er barist um miðana. Þetta er Manchester City Academy leikvangurinn í Manchester sem tekur bara sjö þúsund manns. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna á EM 2022 hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. Nú hefur UEFA upplýst KSÍ um að fleiri DOTTIR miðar verði lausir í sölu til stuðningsmanna Íslands, miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR miða á alla leikina þrjá í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miðum á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA miðvikudaginn 16. mars klukkan 10:00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10:00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira