Píratar birtu mynd af erindinu, sem Gísli sendi forsætisnefnd í dag, á Twitter. Píratar skrifa í athugasemd við myndina að „Forsætisnefnd Alþingis hafi borist mikilvægt erindi“ frá Gísla.
Forsætisnefnd Alþingis hefur borist mikilvægt erindi frá @gislio #stórumálin pic.twitter.com/sp77h60c90
— Píratar (@PiratarXP) March 9, 2022
Gísli skrifar í bréfinu að þingfundir Alþingis séu langir og Alþingismenn þurfi oft að halda einbeitingu á löngum og mis-innihaldsríkum fundum.
„Þingfundir Alþingis eru langir og krefjast þess oft og tíðum að þingmenn sitji löngum stundum í þingsal og hlýði á mis-innihaldsríkar ræður þingmanna. Slíkt krefst úthalds, einbeitingu og orku. Nauðsynlegt er að tryggja og efla aðgengi að þeim neysluvörum sem geta stuðlað enn frekar að því,“ skrifar Gísli í erindinu.
Netverjar sátu ekki lengi á sér og fóru að grínast með erindið.
Kúl kúl kúl.
— Halli 🟡💙 (@HalliStein) March 9, 2022
Hressandi 1998 vibe lika að prenta og undirrita bréf með penna til að skanna það svo inn. 😎
Monster á mitt borð! pic.twitter.com/BXBXt8IVu5
— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) March 9, 2022
Einhver segi mér að þetta sé grín. https://t.co/kFXVYRr1B8
— Snorri Stefánsson (@snorrist) March 9, 2022
Undirritaður fer fram á slíkt hið sama á kaffistofu Giljaskóla. Úthaldseflandi vörur eru kennurum nauðsynlegar til að halda úti almennu skólastarfi á fordæmalausum tímum.
— Heiðar Ríkharðsson (@heidarkness) March 9, 2022
Heiðar Ríkharðsson https://t.co/ofKAL4DYrV
Hér er búið að festa mitt atkvæði við Pírata https://t.co/DDqOH22gz4
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 9, 2022