Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. mars 2022 21:20 Úkraínskur sjálfboðaliði virðir fyrir sér lík rússnesks manns nærri Kharkív. AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira