Chelsea gæti misst aðalstyrktaraðilann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2022 15:00 Three, aðalstyrktaraðili Chelsea, gæti stokkið frá borði eftir refsiaðgerðir ríkisstjórnar Bretlands gegn Roman Abramovich, eiganda félagsins. getty/Francois Nel Aðalstyrktaraðili Chelsea, fjarskiptafyrirtækið Three, ætlar að endurskoða samstarf sitt við félagið eftir að eignir eiganda þess, Romans Abramovich, voru frystar. Three hefur verið aðalstyrktaraðili Chelsea frá sumrinu 2020. Auglýsing frá fyrirtækinu er framan á treyju Chelsea. Talið er að samningur Three og Chelsea sé fjörutíu milljóna punda virði. Í morgun var greint frá því að breska ríkisstjórnin hefði beitt sjö rússneska olígarka refsiaðgerðum. Meðal þeirra var að frysta eignir Abramovich. Það setur áætlanir hans um að selja félagið í uppnám. Þessar aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar gætu haft mikil áhrif á Chelsea og félagið gæti misst stóra styrktaraðila. Three staðfesti við The Times að fyrirtækið ætlaði að endurskoða samstarf sitt við Chelsea. Líklegt er að fleiri styrktaraðilar fari sömu leið. NEW: Telecommunications company Three confirm to @TimesSport that their £40million a year sponsorship deal with Chelsea is now under review . More sponsors likely to follow.— Matt Lawton (@Lawton_Times) March 10, 2022 Meðal annarra stórra styrktaraðila Chelsea má nefna Nike, Hyundai og Hublot. Á síðasta ári hagnaðist Chelsea um 154 milljónir punda vegna styrktarsamninga, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga Chelsea. Félagið má því ekki selja fleiri miða á leiki í vetur og heldur ekki selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu. Chelsea fékk hins vegar leyfi til að halda daglegri starfsemi sinni áfram og leikmenn og starfsfólk félagsins fá áfram greidd laun. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea gæti verið selt svo lengi sem Abramovich hagnist ekkert á sölunni. Enski boltinn Bretland Innrás Rússa í Úkraínu England Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Three hefur verið aðalstyrktaraðili Chelsea frá sumrinu 2020. Auglýsing frá fyrirtækinu er framan á treyju Chelsea. Talið er að samningur Three og Chelsea sé fjörutíu milljóna punda virði. Í morgun var greint frá því að breska ríkisstjórnin hefði beitt sjö rússneska olígarka refsiaðgerðum. Meðal þeirra var að frysta eignir Abramovich. Það setur áætlanir hans um að selja félagið í uppnám. Þessar aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar gætu haft mikil áhrif á Chelsea og félagið gæti misst stóra styrktaraðila. Three staðfesti við The Times að fyrirtækið ætlaði að endurskoða samstarf sitt við Chelsea. Líklegt er að fleiri styrktaraðilar fari sömu leið. NEW: Telecommunications company Three confirm to @TimesSport that their £40million a year sponsorship deal with Chelsea is now under review . More sponsors likely to follow.— Matt Lawton (@Lawton_Times) March 10, 2022 Meðal annarra stórra styrktaraðila Chelsea má nefna Nike, Hyundai og Hublot. Á síðasta ári hagnaðist Chelsea um 154 milljónir punda vegna styrktarsamninga, þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Abramovich má ekki lengur hagnast neitt á því að eiga Chelsea. Félagið má því ekki selja fleiri miða á leiki í vetur og heldur ekki selja varning merktan félaginu. Þá má Chelsea ekki kaupa leikmenn né gera nýja samninga við þá sem fyrir eru hjá félaginu. Chelsea fékk hins vegar leyfi til að halda daglegri starfsemi sinni áfram og leikmenn og starfsfólk félagsins fá áfram greidd laun. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea gæti verið selt svo lengi sem Abramovich hagnist ekkert á sölunni.
Enski boltinn Bretland Innrás Rússa í Úkraínu England Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti