Sautján mínútur af snilld: Óður til Karims Benzema Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2022 09:31 Karim Benzema fagnar eftir frækinn 3-1 sigur Real Madrid á Paris Saint-Germain í fyrradag. getty/David S. Bustamante Þegar Karim Benzema setur skóna upp í hillu, sem ekkert bendir til að verði á næstunni, verða mínúturnar sautján gegn Paris Saint-Germain kannski stærsta varðan á ferli hans. Leikurinn í fyrrakvöld var allavega augnablikið á ferli Benzemas, það sem flestir munu muna eftir þegar árin færast yfir, það er að segja af því sem hann gerði inni á vellinum. Þetta var Maradona gegn Englandi, Van Basten gegn Sovétríkjunum, Banks ver frá Pelé augnablik ef við leyfum okkur að vera dramatísk. Öfugt við erkifjendurna í Barcelona skilgreinir Real Madrid sig ekki út frá ákveðinni og mjög svo hátíðlegri hugmyndafræði um hvernig eigi að spila fótbolta. Real Madrid vinnur bara, sama hvernig. Tilgangurinn helgar meðalið og allt það. Og Real Madrid hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en nokkurt annað félag og saga þess er samofin sögu keppninnar. Madrídingar unnu hana fyrstu fimm árin eftir að henni var hleypt af stokkunum og hafa síðan bætt átta titlum við. Alls eru Evrópumeistaratitlarnir þrettán. Næsta lið, AC Milan, hefur unnið sjö. Meistaradeildin er með öðrum orðum keppni Real Madrid og þar eru Madrídingar aldrei litlir. Stoltir gamlir kallar Það blés samt ekki byrlega fyrir Real Madrid hálfleik í leiknum gegn PSG á Santiago Bernabéu í fyrrakvöld, enda 0-1 undir og 0-2 samanlagt eftir að hafa tapað fyrri leiknum í París. Madrídingar réðu ekkert við verðandi samherja sinn, Kylian Mbappé, og Evrópugamanið virtist ætla að vera stutt þetta árið. En ef það er eitthvað sem má aldrei vanmeta í íþróttum eru það stoltir gamlir kallar. Og Real Madrid er með tvo svoleiðis og þeir leiddu endurkomuna. Benzema jafnaði á 61. mínútu eftir að hafa unnið boltann (líklega ólöglega) af Gianluigi Donnarumma. Við það fengu Madrídingar blóðbragð í munninn og í Meistaradeildinni eru þeir banvæn skepna. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, gerði góðar breytingar, bæði með skiptingum og með því að færa leikmenn til, og heimamenn náðu frumkvæðinu á meðan gestirnir skruppu saman. Eftir magnaðan undirbúning hins 36 ára Lukas Modric kom Benzema Real Madrid yfir á 76. mínútu. PSG tók miðju, Real Madrid vann boltann, tapaði honum en Marquinhos skilaði honum á Benzema sem skoraði með snöggu skoti og kom heimamönnum yfir í einvíginu í fyrsta sinn, 3-2 samanlagt. Endurkoman var fullkomnuð. Skriðþungi sögunnar Þótt PSG sé með betri mannskap en Real Madrid var þessi niðurstaða einhverra hluta vegna rökrétt og óhjákvæmileg. Meistaradeildin er keppni Real Madrid í sögu félagsins má finna nokkrar eftirminnilegar endurkomur á þessu stærsta sviði fótboltans. Á meðan er saga PSG uppfull af neyðarlegum töpum í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur kastað frá sér góðri forystu. Leikurinn í fyrradag var kannski ekki jafn slæmur og 6-1 tapið fyrir Barcelona 2017 eða 1-3 tapið fyrir varaliði Manchester United 2019 en slæmt var það og enn einn vandræðalegi kaflinn í sögubók PSG. Saga og hefð vinna ekki leiki ein og sér en hafa sitt að segja og skriðþungi sögunnar átti sinn þátt í að koma Real Madrid yfir línuna í fyrradag. Enduruppgötvaði sig á fertugsaldri Benzema átti fyrirsagnirnar eftir leikinn á miðvikudaginn og það skiljanlega. Hann skaut Real Madrid ekki bara áfram heldur varð hann elsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar (1992-) til að skora þrennu, 34 ára og áttatíu daga gamall. Og um leið tók hann fram úr sjálfum Alfredo di Stéfano á listanum yfir markahæstu leikmenn Real Madrid. Aðeins Cristiano Ronaldo og Raúl hafa skorað fleiri mörk fyrir Real Madrid en Benzema vantar aðeins fjórtán mörk til að ná þeim síðarnefnda. Benzema hefur skorað 309 mörk í búningi Real Madrid, 117 þeirra eftir að Ronaldo fór frá félaginu 2018. Eftir að hafa verið Robin í næstum því áratug sprakk Benzema út sem Batman á fertugsaldri. Benzema steig út úr skugga Cristianos Ronaldo eftir að sá síðarnefndi fór til Juventus.getty/Helios de la Rubia Og Real Madrid hefur svo sannarlega þurft á mörkunum hans að halda enda hafa aðrir sóknarmenn liðsins ekki hjálpað mikið til undanfarin ár. Vinícius Júnior er reyndar orðinn frábær en Gareth Bale og Eden Hazard eru hættir að vera fótboltamenn, Marco Asensio og Rodrygo eru óstöðugir, Luka Jovic hefur ekkert gert og svo mætti áfram telja. Með Benzema fremstan í flokki varð Real Madrid Spánarmeistari 2020 og verður líklega aftur í vor. Og þökk sé honum er vonin á fjórtánda Meistaradeildartitlinum enn til staðar. Flókin arfleið Benzema er einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar; um það er erfitt að deila. Hann er ekki á efstu hæðinni með Ronaldo og Lionel Messi en er búinn að koma sér vel fyrir á hæðinni fyrir neðan. Real Madrid keypti Benzema frá Lyon sumarið 2009.getty/Alberto Sereno En þrátt fyrir öll mörkin og alla titlana er arfleið Benzemas nokkuð flókin. Fjárkúgunarmálið fræga fylgir honum alltaf eins og skugginn. Vegna þess spilaði hann ekki með franska landsliðinu í sjö ár og á þeim tíma vann Frakkland HM 2018 og lenti í 2. sæti á EM 2016. Og þegar hann sneri aftur úr útlegðinni féllu Frakkar út í sextán liða úrslitum á EM í fyrra. Benzema var reyndar góður á mótinu og átti stóran þátt í að Frakkland vann Þjóðadeildina síðasta haust. En að leikmaður á 35. aldursári sé besti leikmaður eins stærsta félags í heimi er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur og frammistaðan gegn PSG bar þess vitni að Benzema er einn af bestu framherjum sögunnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Leikurinn í fyrrakvöld var allavega augnablikið á ferli Benzemas, það sem flestir munu muna eftir þegar árin færast yfir, það er að segja af því sem hann gerði inni á vellinum. Þetta var Maradona gegn Englandi, Van Basten gegn Sovétríkjunum, Banks ver frá Pelé augnablik ef við leyfum okkur að vera dramatísk. Öfugt við erkifjendurna í Barcelona skilgreinir Real Madrid sig ekki út frá ákveðinni og mjög svo hátíðlegri hugmyndafræði um hvernig eigi að spila fótbolta. Real Madrid vinnur bara, sama hvernig. Tilgangurinn helgar meðalið og allt það. Og Real Madrid hefur unnið Meistaradeild Evrópu oftar en nokkurt annað félag og saga þess er samofin sögu keppninnar. Madrídingar unnu hana fyrstu fimm árin eftir að henni var hleypt af stokkunum og hafa síðan bætt átta titlum við. Alls eru Evrópumeistaratitlarnir þrettán. Næsta lið, AC Milan, hefur unnið sjö. Meistaradeildin er með öðrum orðum keppni Real Madrid og þar eru Madrídingar aldrei litlir. Stoltir gamlir kallar Það blés samt ekki byrlega fyrir Real Madrid hálfleik í leiknum gegn PSG á Santiago Bernabéu í fyrrakvöld, enda 0-1 undir og 0-2 samanlagt eftir að hafa tapað fyrri leiknum í París. Madrídingar réðu ekkert við verðandi samherja sinn, Kylian Mbappé, og Evrópugamanið virtist ætla að vera stutt þetta árið. En ef það er eitthvað sem má aldrei vanmeta í íþróttum eru það stoltir gamlir kallar. Og Real Madrid er með tvo svoleiðis og þeir leiddu endurkomuna. Benzema jafnaði á 61. mínútu eftir að hafa unnið boltann (líklega ólöglega) af Gianluigi Donnarumma. Við það fengu Madrídingar blóðbragð í munninn og í Meistaradeildinni eru þeir banvæn skepna. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, gerði góðar breytingar, bæði með skiptingum og með því að færa leikmenn til, og heimamenn náðu frumkvæðinu á meðan gestirnir skruppu saman. Eftir magnaðan undirbúning hins 36 ára Lukas Modric kom Benzema Real Madrid yfir á 76. mínútu. PSG tók miðju, Real Madrid vann boltann, tapaði honum en Marquinhos skilaði honum á Benzema sem skoraði með snöggu skoti og kom heimamönnum yfir í einvíginu í fyrsta sinn, 3-2 samanlagt. Endurkoman var fullkomnuð. Skriðþungi sögunnar Þótt PSG sé með betri mannskap en Real Madrid var þessi niðurstaða einhverra hluta vegna rökrétt og óhjákvæmileg. Meistaradeildin er keppni Real Madrid í sögu félagsins má finna nokkrar eftirminnilegar endurkomur á þessu stærsta sviði fótboltans. Á meðan er saga PSG uppfull af neyðarlegum töpum í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur kastað frá sér góðri forystu. Leikurinn í fyrradag var kannski ekki jafn slæmur og 6-1 tapið fyrir Barcelona 2017 eða 1-3 tapið fyrir varaliði Manchester United 2019 en slæmt var það og enn einn vandræðalegi kaflinn í sögubók PSG. Saga og hefð vinna ekki leiki ein og sér en hafa sitt að segja og skriðþungi sögunnar átti sinn þátt í að koma Real Madrid yfir línuna í fyrradag. Enduruppgötvaði sig á fertugsaldri Benzema átti fyrirsagnirnar eftir leikinn á miðvikudaginn og það skiljanlega. Hann skaut Real Madrid ekki bara áfram heldur varð hann elsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar (1992-) til að skora þrennu, 34 ára og áttatíu daga gamall. Og um leið tók hann fram úr sjálfum Alfredo di Stéfano á listanum yfir markahæstu leikmenn Real Madrid. Aðeins Cristiano Ronaldo og Raúl hafa skorað fleiri mörk fyrir Real Madrid en Benzema vantar aðeins fjórtán mörk til að ná þeim síðarnefnda. Benzema hefur skorað 309 mörk í búningi Real Madrid, 117 þeirra eftir að Ronaldo fór frá félaginu 2018. Eftir að hafa verið Robin í næstum því áratug sprakk Benzema út sem Batman á fertugsaldri. Benzema steig út úr skugga Cristianos Ronaldo eftir að sá síðarnefndi fór til Juventus.getty/Helios de la Rubia Og Real Madrid hefur svo sannarlega þurft á mörkunum hans að halda enda hafa aðrir sóknarmenn liðsins ekki hjálpað mikið til undanfarin ár. Vinícius Júnior er reyndar orðinn frábær en Gareth Bale og Eden Hazard eru hættir að vera fótboltamenn, Marco Asensio og Rodrygo eru óstöðugir, Luka Jovic hefur ekkert gert og svo mætti áfram telja. Með Benzema fremstan í flokki varð Real Madrid Spánarmeistari 2020 og verður líklega aftur í vor. Og þökk sé honum er vonin á fjórtánda Meistaradeildartitlinum enn til staðar. Flókin arfleið Benzema er einn af bestu leikmönnum sinnar kynslóðar; um það er erfitt að deila. Hann er ekki á efstu hæðinni með Ronaldo og Lionel Messi en er búinn að koma sér vel fyrir á hæðinni fyrir neðan. Real Madrid keypti Benzema frá Lyon sumarið 2009.getty/Alberto Sereno En þrátt fyrir öll mörkin og alla titlana er arfleið Benzemas nokkuð flókin. Fjárkúgunarmálið fræga fylgir honum alltaf eins og skugginn. Vegna þess spilaði hann ekki með franska landsliðinu í sjö ár og á þeim tíma vann Frakkland HM 2018 og lenti í 2. sæti á EM 2016. Og þegar hann sneri aftur úr útlegðinni féllu Frakkar út í sextán liða úrslitum á EM í fyrra. Benzema var reyndar góður á mótinu og átti stóran þátt í að Frakkland vann Þjóðadeildina síðasta haust. En að leikmaður á 35. aldursári sé besti leikmaður eins stærsta félags í heimi er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur og frammistaðan gegn PSG bar þess vitni að Benzema er einn af bestu framherjum sögunnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira