Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 14:01 Myndataka mannsins átti sér stað í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í lok desember 2019. Seltjarnarnes.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi. Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi.
Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira