Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 14:01 Myndataka mannsins átti sér stað í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í lok desember 2019. Seltjarnarnes.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi. Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi.
Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent