Ók á meira en 100 í íbúðargötu á flótta undan lögreglu og klessti svo á Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 19:00 Hér má sjá einn þeirra þriggja bíla sem varð fyrir bílnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Þrír bílar skemmdust mikið þegar ökumaður sem lögregla veitti eftirför missti stjórn á bíl sínum og klessti á þá seint í gærkvöldi. Lögregla segir mildi að enginn hafi orðið fyrir bílnum sem er talinn hafa verið á yfir 100 kílómetra hraða á klukkustund. Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Mikil hætta skapaðist á Sogaveginum á miðnætti í gærkvöldi þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og keyrði hér inn í þrjá kyrrstæða bíla. Eins og sjá má á myndunum sem fylgja fréttinni var aðkoman í dag vægast sagt óhugguleg og ljóst að það var mikil mildi að ekki fór verr. Lögregla fékk tilkynningu rétt fyrir miðnætti í gær um bíl sem ók hratt í borginni og rásaði um göturnar. Hún fann hann síðan á Bústaðavegi en þegar honum var gefið merki um að stöðva gaf hann í. „Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og þá upphófst eftirför; hann sinnti ekki stöðvunarskyldu, keyrði upp á gangstéttar og gegn rauðu ljósi og svo endaði þetta hérna á Sogaveginum þegar hann keyrði yfir hraðahindrun og þar hentist bíllinn í loftköstum og lenti á þremur bílum hér,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hægt að kenna hraðahindrun um Margir íbúa götunnar vildu kenna einmitt þessu atriði um slysið; það er að segja sjálfri hraðahindruninni. En eins og sést í myndbandinu sem fylgir er vegurinn ansi holóttur þar sem hún er að hefjast. „Ég segi að það sé af og frá,“ segir Guðmundur Páll. „Hérna er 30 kíklómetra hámarkshraði og það eru margar hraðahindranir hér á Sogaveginum. Það eru krakkar sem búa hérna í hverfunum fyrir neðan sem að sækja skóla hérna Breiðagerðis og Réttarholtsskóla og það er bara nauðsynlegt að hafa þessa hraðahindrun.“ Hraða ökumannsins er hér um að kenna að sögn Guðmundar, sem er grunaður um að hafa verið á meira en 100 kílómetra hraða á klukkustund í þessari þrjátíu götu. Hann er einnig grunaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna. „Hann meiddist eitthvað eða slasaðist eitthvað og var fluttur á slysadeild og er þar í dag en er ekki með alvarleg meiðsli sem betur fer,“ segir Guðmundur Páll.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira