Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. mars 2022 21:01 Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Sjá meira
Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins tekur undir með starfshópi sem kynnti í vikunni skýrslu i þar sem kom fram að eigi að á markmiðum stjórnvalda í loftlagsmálum þurfi að stórauka uppbyggingu á virkjunum. „Tækifærin eru til staðar en við þurfum í raun og veru að hlaupa mun hraðar til að missa ekki af lestinni í þessum fyrirhuguðu orkuskiptum stjórnvalda. Ætlum við að ná markmiðunum um þau,“ segir Árni. Árni kynnti þessi sjónarmið á Iðnþingi í dag. Hann segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir sem fyrst um hvaða leið á að velja þegar kemur að virkjunarkostum. „Þegar kominn rammi utan um þetta hjá stjórnvöldum og það liggur fyrir hver stefnan er þá mun atvinnulífið hlaupa af stað,“ segir hann. Hann telur yfirvofandi orkukreppu í Evrópu vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu setja enn meiri þrýsting á aðgerðir. (Hér er hægt að sýna myndir af hækkani olíuverði frá í gær) „Þar þurfa menn að fjárfesta gríðarlega til að vinna sig út úr orkukreppunni sem gerist auðvitað ekki á einni helgi eða einu ári. En það ríður á að byrja ekki seinna en strax. Við Íslendingar þurfum að vera tilbúin í það langhlaup,“ segir hann. Áslaug Arna Sigbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra tekur undir þau sjónarmið að það þurfi að hraða uppbyggingu í orkumálum. „Við þurfum að hreyfa okkur hratt í þessum efnum og getum ekki staðið í einhverjum deilum um þessa þörf enda er hún staðreynd. Þetta snýst auðvitað um að við löðum að okkur tækni og ýtum undir hugmyndir og þvælumst ekki fyrir atvinnulífinu sem er á harða hlaupum í þessa átt,“ segir Áslaug. Meðal þess sem þurfi að leysa sé löggjöf um vindorku. „Við þurfum að ná utan um löggjöfina um vindorkuna þar sem eru gríðarleg tækifæri,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43 „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32 Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Sjá meira
Telur ummæli um virkjanaþörf óábyrg Þingmaður Pírata segir ummæli formanns starfshóps sem vann skýrslu um orkumál óábyrg en hann sagði að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þingmaðurinn segir vel hægt að ná markmiðum um orkuskipti án virkjana. 9. mars 2022 12:43
„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. 8. mars 2022 22:32
Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. 9. mars 2022 20:01