Telja að rúmlega átján milljón manns hafi í raun látist vegna Covid Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 10:47 Teymið telur að um 120 af hverjum hundrað þúsund í heiminum hafi látist vegna Covid. Getty/Anthony Kwan Teymi rannsakenda við Háskólann í Washington hefur komist að þeirri niðurstöðu að líklega hafi rúmlega átján milljón manns látist, þrefalt fleiri en opinberar tölur segja til um. Ísland er meðal þeirra landa sem teymið telur að sé með lægstu umfram dánartíðnina. Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Tvö ár eru nú liðin frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að sjúkdómur kórónuveirunnar sem við þekkjum í dag sem Covid-19 væri heimsfaraldur en frá upphafi hafa rúmlega 453,5 milljón manns greinst smitaðir og rúmlega sex milljónir látist, samkvæmt opinberum tölum. Lengi hefur þó verið sagt að þær tölur séu líklega í raun mun hærri. Niðurstöður teymisins voru birtar í læknaritinu Lancet en að því er kemur fram í frétt BBC rannsakaði teymið umfram dánartíðni í 191 landi og landsvæði. Við rannsóknina var kannað hversu há dánartíðnin var hjá löndunum í genum faraldurinn samanborið við dánartíðni í venjulegu árferði. NEW Global death toll of #COVID19 pandemic may be more than three times higher than official records, estimates of excess deaths indicate.Read the analysis in full: https://t.co/nHQSrT0qal @IHME_UW pic.twitter.com/7V7sROowuR— The Lancet (@TheLancet) March 10, 2022 Misjafnt var eftir löndum og svæðum hversu áreiðanleg útgefin dánartíðni af völdum Covid-19 var en teymið reiknar með því að um 120 hafi látist af hverjum hundrað þúsund í heiminum, eða alls 18,2 milljón manns. Sum dauðsföll hafi verið beinlínis af völdum Covid og önnur tengd Covid. Hæsta umfram dánartíðnin var í fátækari ríkjum í Suður-Ameríku, Evrópu og Mið-Afríku en þó var einnig há umfram dánartíðni í löndum á borð við Bretland og Ítalíu. Löndin sem voru með mestu umfram dánartíðnina að mati teymisins voru Bólivía, Búlgaría, Eswatini, Norður-Makedónía og Lesótó. Ísland er þó á meðal þeirra landa sem teymið taldi að væri með lægstu umfram dánartíðnina, ásamt Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Singapúr og Taívan. Rannsakendurnir taka þó fram að erfitt sé að draga nákvæmar ályktanir um hversu mörg umfram dauðsföll séu beinlínís af völdum Covid, frekar en óbein afleiðing faraldursins, en frekari rannsóknir eigi eftir að leiða það í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16