Hafa samið um kaup á Eldum rétt Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 14:28 Frá Högum: Sesselía Birgisdóttir, Magnús Magnússon og Finnur Oddsson og frá Eldum rétt: Valur Hermannsson og Kristófer Júlíus Leifsson. Hagar Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“ Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“
Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira