„þetta gæti litið betur út en það er bara eins og það er,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, í viðtali við Vísi.
Síðustu fjórir leikir KR-inga í deildinni eru gegn Þór AK, Njarðvík, Val og Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn.
„Þetta er ekki staðan sem við eigum að vera á. KR verður með í úrslitakeppninni, sama hvað. Við eigum fjóra leiki eftir og við verðum að taka að minnsta kosti tvo. Við höfum fulla trú á því að við getum náð í úrslitakeppnina.“
Björn spilaði ekki leikinn gegn Keflavík vegna meiðsla. Hann verður þó kominn fljótlega aftur á leikvöllinn.
„Ég er tognaður í mjöðminni, þetta kom upp í vikunni og þetta er sömu megin og ég fór í aðgerð í. Ég ætlaði mér að vera með í leiknum en svo rifnaði þetta upp á æfingu daginn fyrir leik og þetta varð svo bara verra og verra.“
Leikurinn sem KR á til góða er gegn Njarðvík, en sá leikur fer fram næsta mánudag.
„Ég ætla að reyna að vera með í Njarðvík á mánudag en ég bara veit það ekki. Ef ég næ ekki Njarðvíkur leiknum þá verð ég með eftir bikar pásuna, annað kæmi mér á óvart,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR.