Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 07:41 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira