Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 07:46 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB. „Fordæmalaus vöxtur undanfarinna ára á Selfossi hefur kallað á miklar fjárfestingar Sveitarfélagsins Árborgar. Einna mest áberandi er þar Selfosshöllin, nýtt íþróttahús bæjarbúa, sem þegar hefur margsannað gildi sitt. Leikskólinn Goðheimar hefur reyndar kostað bæjarsjóð litlu minna og nýr Stekkjaskóli mun kosta margfalt meira. Allar þessar mikilvægu fjárfestingar verða ekki gerðar nema til komi lántaka og það er ánægjulegt að sjá það traust sem lánamarkaðurinn hefur á sveitarfélaginu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Mjög mikil uppbyggin hefur átt sér stað í Sveitarfélaginu Árborg á síðustu árum, alls staðar er verið að byggja og byggja. Hér eru nýjustu blokkirnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg er fyrsti útgefandinn til að gefa út sjálfbærni skuldabréf hér á landi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og eða félagslegan ávinning segir í frétt frá sveitarfélaginu. Skuldabréfin eru gefin út í þeim tilgangi að fjármagna græn og eða félagsleg verkefni í samræmi við Sjálfbærniumgjörð Árborgar (e. Sustainable Finance Framework). Landsbankinn hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á „sustainable bond“ markað Nasdaq á Íslandi. Árborg Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
„Fordæmalaus vöxtur undanfarinna ára á Selfossi hefur kallað á miklar fjárfestingar Sveitarfélagsins Árborgar. Einna mest áberandi er þar Selfosshöllin, nýtt íþróttahús bæjarbúa, sem þegar hefur margsannað gildi sitt. Leikskólinn Goðheimar hefur reyndar kostað bæjarsjóð litlu minna og nýr Stekkjaskóli mun kosta margfalt meira. Allar þessar mikilvægu fjárfestingar verða ekki gerðar nema til komi lántaka og það er ánægjulegt að sjá það traust sem lánamarkaðurinn hefur á sveitarfélaginu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Mjög mikil uppbyggin hefur átt sér stað í Sveitarfélaginu Árborg á síðustu árum, alls staðar er verið að byggja og byggja. Hér eru nýjustu blokkirnar á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg er fyrsti útgefandinn til að gefa út sjálfbærni skuldabréf hér á landi til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis og eða félagslegan ávinning segir í frétt frá sveitarfélaginu. Skuldabréfin eru gefin út í þeim tilgangi að fjármagna græn og eða félagsleg verkefni í samræmi við Sjálfbærniumgjörð Árborgar (e. Sustainable Finance Framework). Landsbankinn hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á „sustainable bond“ markað Nasdaq á Íslandi.
Árborg Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira