Verkin tala Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. mars 2022 17:01 Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skipulag Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði. Hafin er uppbygging sem mun skila um 7.000 íbúðum með um 17.000 íbúum Hér þarf að horfa bæði til nýrra hverfa og þéttingu byggðar. Það er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt í uppbyggingaráætlunum sveitarfélaga. Hafnfirðingum mun fjölga á næstu árum um 17.000 í 7.000 nýjum íbúðum víðsvegar um bæinn í þeim verkefnum sem hafin eru. Íbúum hefur fjölgað um 133 frá 1. desember. Nýbyggingarsvæði með um 2.700 íbúðum og 6.750 íbúum Kraftmikil uppbygging er hafin í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir. Þar eru nú byggingarkranar um allt hverfi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Lóðum í Áslandi 4 verður úthlutað á vormánuðum. Þessi þrjú nýju hverfi í Hafnarfirði munu til framtíðar litið hýsa um 2.700 íbúðir og 6.750 íbúa. Þétting byggðar með um 4.000 íbúðum og 10.000 íbúum Þétting byggðar er nauðsynlegt og slíkum verkefnum hefur verið vel sinnt. Við þurfum að nýta innviði betur og með þéttingu byggðar náum við því markmiði á sama tíma og við brjótum ný lönd til uppbyggingar. Stærstu þéttingarsvæðin eru Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði og Hraun vestur. Á Hraunum vestur, Gjótum liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, auk þjónustu. Þessu skipulagi, þessari þéttingu byggðar, hefur Samfylkingin í Hafnarfirði lagst gegn í samfloti við Viðreisn, systurflokk sinn á vinstri vængnum. Þar er gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu. Á þessum svæðum er gert ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum á næstu 10-15 árum. Að taka upp svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins? Hvað þýðir það í reynd? Samhliða þessari uppbyggingu og þeirri miklu vinnu sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu, horfumst við í augu við það að við eigum ekki meira svæði til nýbyggingar til ársins 2040. Hafa ber í huga að Vatnshlíðin og hluti Áslands 4 er enn undir línum. Því höfum við í meirihlutanum flutt tillögu þess efnis í bæjarstjórn að nauðsynlegt sé að sveitarfélögin öll á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulagið til endurskoðunar. Það er eina leiðin, og einungis þannig, munum við tryggja uppbyggingu til framtíðar, brjóta nýtt land samhliða þéttingu byggðar. Það er eitt að segjast ætla að láta verkin tala, en það er alltaf betra að hafa látið verkin tala líkt og meirihlutinn hefur gert á kjörtímabilinu og sést á yfirferðinni hér að ofan. Framtíðin er björt í Hafnarfirði. Höfundur er formaður bæjarráðs í Hafnarfirði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun