Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:26 Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins sagði að öllum árásum á NATO-ríki yrði samstundis svarað í sömu mynt. Getty/Tevgel Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. Rússar hafa nú staðfest að árásin hafi verið af þeirra völdum. Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að árásin hafi beinst að erlendum málaliðum og varnarmálaráðuneyti Rússa segir þá hafa fellt 180 erlenda málaliða í árásinni. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu höfðu erlendir hernaðarleiðbeinendur þjálfað úkraínska hermenn í herstöðinni en samkvæmt þarlendum fjölmiðlum höfðu engir erlendir leiðbeinendur verið í stöðinni síðan 24. febrúar. Reuters greinir frá. Uggandi yfir nálægð við NATO-ríki Sérfræðingar eru uggandi yfir nálægð árásarinnar við NATO-ríki og Bretar og Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásina. Stjórnvöld þar í landi hafa meðal annars sagt árásina bera merki um stigmögnun innrásarinnar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði í ræðu fyrr í dag að öllum árásum á landsvæði NATO-ríkja yrði samstundis svarað í sömu mynt. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðisins, sagði að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu. Þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, sem hafði að mestu leyti sloppið í átökunum. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Rússar hafa nú staðfest að árásin hafi verið af þeirra völdum. Yfirvöld í Rússlandi halda því fram að árásin hafi beinst að erlendum málaliðum og varnarmálaráðuneyti Rússa segir þá hafa fellt 180 erlenda málaliða í árásinni. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu höfðu erlendir hernaðarleiðbeinendur þjálfað úkraínska hermenn í herstöðinni en samkvæmt þarlendum fjölmiðlum höfðu engir erlendir leiðbeinendur verið í stöðinni síðan 24. febrúar. Reuters greinir frá. Uggandi yfir nálægð við NATO-ríki Sérfræðingar eru uggandi yfir nálægð árásarinnar við NATO-ríki og Bretar og Bandaríkjamenn hafa fordæmt árásina. Stjórnvöld þar í landi hafa meðal annars sagt árásina bera merki um stigmögnun innrásarinnar. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði í ræðu fyrr í dag að öllum árásum á landsvæði NATO-ríkja yrði samstundis svarað í sömu mynt. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðisins, sagði að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu. Þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, sem hafði að mestu leyti sloppið í átökunum. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Pólland Hernaður Tengdar fréttir Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 09:52