Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:10 Mikkel Hansen fær lengra sumarfrí í ár og græðir líka á því pening. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga. HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga.
HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti