Bayern-stjarnan snýr aftur mánuðum eftir veirusmit Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 16:01 Alphonso Davies fagnar marki með samherjum sínum í Bayern í desember. Hann hefur ekki getað spilað með liðinu síðan í jólamánuðinum. Getty/Bernd Thissen Hinn 21 árs gamli Alphonso Davies mætti aftur til æfinga hjá knattspyrnuliði Bayern München í gær eftir að hafa verið frá keppni í þrjá mánuði. Mögulegt er að hann verði með liðinu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða. Þýski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða.
Þýski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira