Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. mars 2022 19:18 Rafmagnsleysið er fátítt á sumrin en á myndinni er Búðardalur í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik. Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik.
Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira