Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. mars 2022 19:18 Rafmagnsleysið er fátítt á sumrin en á myndinni er Búðardalur í Dalabyggð. Vísir/Vilhelm Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik. Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Íbúinn, sem ræddi við fréttastofu um málið, hefur búið í Dalabyggð frá fæðingu. Hún segir að ástandið sé orðið hreinlega fáránlegt. Slæmt veður hefur verið á landinu víða í dag með tilheyrandi rafmagnstruflunum eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Rafmagnsbilanir hafa verið sérstaklega tíðar á suðvestur og vesturhorni landsins. Rauðu punktarnir tákna þær línur sem eru bilaðar en græni þann sem búið er að laga.RARIK Hún segir að rafmagnsleysinu fylgi einnig vatnsleysi og farsímar missi þar að auki símasamband: „Árið er 2022. Línurnar eru allar ónýtar. Ég hef ekki upplifað þetta síðan ég var barn - hversu oft er búið að vera rafmagnslaust í vetur. Við erum uppi í sveit og línurnar eru bara ónýtar. Ég veit að það er líka orðið lélegt í Borgarfirðinum. Systir mín er með stórt kúabú og það er oft að fara rafmagnið hjá þeim. Þetta er bara fáranlegt.“ Rarik leggi sig mikið fram Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik, segir að veturinn hafi verið óvenjuslæmur. Lægðagangurinn hafi reynst erfiður en hratt sé ráðist í viðgerðir um leið og rafmagn slær út. „Við vorum að keyra varaafl á meðan. Við fórum strax í að senda fólk í stöðuna til að keyra upp varaafl, til að setja eins marga inn á það eins og hægt var þannig að íbúar í Búðardal voru að minnsta kosti með rafmagn,“ segir hún um ástandið í Dalabyggð. Aðspurð segir hún að verið sé að skipta línukerfi landsins út. Það taki sinn tíma en búið sé að setja yfir 70% af dreifikerfi Rarik í streng. Hún telur að Rarik leggi um 3-400 kílómetra af línum í jörð ár hvert: „Við leggjum okkur öll fram við að reyna að losna við þessa veiku punkta í kerfinu,“ segir Helga. „Við erum á fullu við að reyna að losna við þessar veðurháðu bilanir. Þetta er náttúrulega mjög bagalegt, bæði fyrir notendur okkar og okkur, þetta er mannaflakrefjandi og tekur á þegar við fáum svona áhlaup. Þetta er mjög mikilvægt verkefni,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Rarik.
Veður Orkumál Dalabyggð Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira