Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera Ó. Ingi Tómasson skrifar 15. mars 2022 08:30 Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur. Uppbygging þróunarreita Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum. Önnur uppbygging Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi, þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður skipulags- og byggingarráðs.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar