Innlent

Al­var­leg bilun hjá Vatns­veitu Kópa­vogs

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Alvarleg bilun kom upp í dælustöð vatnsveitu Kópavogs í nótt líklega í tengslum við veðrið sem gekk yfir. Unnið er að viðgerð.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að umfang bilunarinnar sé ekki ljós eins og er. 

„Íbúar gæt orðið varir við minni þrýsting á kalda vatninu eða jafnvel vatnsleysi,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært klukkan 10:20:

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að búið sé að koma köldu vatni aftur á vatnsveitukerfi í Kópavogi, eftir þá alvarlega bilun sem varð í nótt. „Þrýstingur mun því byggjast upp hægt og rólega og ætti að vera kominn í samt lag á næstu klukkustundum.

Íbúar geta þó átt von á að talsvert loft komi úr krönum hjá þeim en starfsmenn Vatnsveitu eru í þessum töluðu orðum og fram eftir degi að skrúfa frá brunahönum til að lofttæma kerfið.

Verið er að fara yfir hvað nákvæmlega gerðist í nótt til að unnt sé að koma í veg fyrir sambærilega bilun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×