Sonur túrmenska einvaldsins vann yfirburðasigur í forsetakosningum Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 10:25 Hinn fertugi Serdar Berdymukhamedov tekur við forsetaembættinu í Mið-Asíuríkinu Túrmenistan af föður sínum. AP Serdar Berdymukhamedov, sonur túrkmenska einvaldsins Gurbanguly Berdymukhamedov, vann stórsigur í forsetakosningum í landinu um helgina. Hann mun því taka við embættinu af föður sínum sem stýrt hefur landinu frá árinu 2006. Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin. Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin.
Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05