Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 11:55 Kristinn Hrafnsson kallar eftir því að íslenskir þingmenn láti að sér kveða í máli Julian Assange. Hann hefur átt í viðræðum við fjölda þeirra og segir að nú sé verið að finna viðbrögðum sem að kveði farveg. vísir/vilhelm/getty Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45