Hvít-rússnesk stjarna brotnaði saman í miðjum leik: „Þykir þetta svo leiðinlegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 11:01 Victoria Azarenka reyndi að halda keppni áfram en átti í miklum erfiðleikum með það. AP/Mark J. Terrill Victoria Azarenka er ein stærsta íþróttastjarna Hvíta-Rússlands enda fyrrum besta tenniskona heims og með tvo risatitla á bakinu. Hún var í aðalhlutverki í undarlegu atviki í móti í Kaliforníu í vikunni. Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a> Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Azarenka var þar að keppa við Kasakann Elena Rybakina á WTA 1000-mótinu í Indian Wells. Azarenka var lent undir í leiknum þegar hún gerði mistök og hreinlega brotnaði niður á vellinum. Tárin fóru að renna og hún átti erfitt með sig. Nokkrum sinnum reyndi hún að halda áfram leik en tókst ekki. After Naomi Osaka, Victoria Azarenka also burst into tears during her match vs Elena Rybakina.High level sport is really not easy thing. pic.twitter.com/tiNTTY8iB8— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 15, 2022 „Victoria, þarftu hjálp?“ spurði dómarinn hana og áhorfendur reyndu líka að hvetja hana áfram. „Fyrirgefðu. Mér þykir þetta svo leiðinlegt,“ mátti heyra Victoriu segja en það skildi enginn hvað var í gangi. Tárin héldu áfram að renna. Mótherji hennar, Elena Rybakina, var hissa eins og allir aðrir. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvað var í gangi og af hverju andstæðingur hennar fékk að taka svona hlé án þess að kalla eftir læknahlé. „Mun hún halda áfram? Er þetta eðlilegt? Þetta eru búnar að vera þrjár mínútur,“ sagði Rybakina. Hún vann leikinn síðan 6-3 og 6-4 en eftir hann velti hún því fyrir sér af hverju svona gat komið fyrir án nokkurra afleiðinga fyrir Azarenka. Indian Wells: Azarenka chora muito em quadra durante partida contra Rybakina; VEJA#TenisNaESPNhttps://t.co/huSqCes9wK— ESPN Brasil (de ) (@ESPNBrasil) March 15, 2022 Fjölmiðlar hafa ekki fengið nein svör en hafa velt því fyrir sér hvort að þetta tengist eitthvað innrás Rússa í Úkraínu en þar hefur Hvíta-Rússland, þjóð Victoriu, staðið þétt við bakið á Rússum. Azarenka hafði tjáð sig um það á samfélagsmiðlum að þessir atburðir hefðu áhrif á hana. „Ég er niðurbrotin vegna þess sem hefur farið fram síðustu daga í Úkraínu. Það er harmþrungið að sjá svo margt saklaust fólk verða og munu halda áfram að verða fyrir áhrifum af þessu,“ skrifaði hún á Twitter. Victoria Azarenka hefur síðan eytt öllum samfélagsmiðlum sínum eins og Instagram og Twitter. Það er því ekkert um svör þar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EUmjflY-Q7U">watch on YouTube</a>
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira