Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. mars 2022 16:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og það voru yfirvöld í Kreml ekki ánægð með. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira