Stríð hefur geysað í Úkraínu í þrjár vikur, eða síðan Rússar réðust inn í landið 24. febrúar. Ihor ætlar að leggja sitt að mörkum og stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu.
Igor Kopishinsky, úkraínskur leikmaður mfl. kk, stendur fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu
— Haukar - Handbolti (@Haukarhandbolti) March 16, 2022
MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT . Igor ætlar að safna inn á sinn reikning og koma svo áleiðis til Úkraínu!
Ef þú vilt hjálpa þá leggur þú inn á:
Rkn: 0511-14-017421
Kt: 260291-3949 pic.twitter.com/AbOs0QVILz
Ihor gekk í raðir Hauka í janúar. Hann hefur leikið þrjá leiki með liðinu í Olís-deildinni og skorað í þeim sextán mörk. Haukar eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.
Ihor lék áður með Akureyri og Þór. Hann hefur einnig leikið í heimalandinu og í Litáen. Þá hefur Ihor leikið með landsliði Úkraínu.