„Augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um“ Atli Arason skrifar 17. mars 2022 07:01 Hannes Þór Halldórsson Stöð 2 Leikjahæsti markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, hefur lagt hanskana á hilluna og mun ekki spila knattspyrnu aftur. Hannes fór stuttlega yfir ferilinn með Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira
Hannes Þór sem lék sinn síðasta landsleik gegn Þýskalandi í september á síðasta ári. Markmiðið þá var að taka eitt lokatímabil í efstu deild á Íslandi árið 2022 en þær áætlanir fóru fljótlega á ís þegar Valur tilkynnti um starfslok Hannesar hjá félaginu. Hannes tilkynnti formlega í gær að hann væri hættur að spila fótbolta en hann segir það hafa verið erfitt að senda út tilkynninguna. „Áður en ég sendi út tilkynninguna þá var ég helvíti lengi með færsluna opna áður en ég lét svo vaða og ýtti á takkann. Þetta er samt búið að liggja fyrir í langan tíma og þetta var alltaf að fara að gerast þannig ég ákvað bara að rífa af plásturinn,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Svövu Kristínu. Hannes hóf ferill sinn hjá Leikni en hann spilaði alls með 12 mismunandi félagsliðum í 5 mismunandi löndum ásamt því að leika 77 A-landsleiki. Það er því flókið að velja eitthvað eitt atriði sem stendur upp úr á löngum ferli. „Það er erfitt fyrir mig að velja. Þetta eru búinn að vera einhver 16 ára ferill á mismunandi skölum sem byrjaði í neðri deildum á Íslandi. Þar unnust sigrar sem mér fannst vera magnaðir á þeim tíma en svo varð þetta alltaf stærra og stærra áður en þetta endar á tveimur stórmótum sem ég myndi alltaf segja að væri hápunkturinn,“ svaraði Hannes aðspurður út í hápunkta á ferli sínum áður en hann bætti við. „Svo er alltaf einn og einn leikur sem maður fær gæsahúð að rifja upp, til dæmis leikirnir hérna á Laugardalsvelli þegar við erum að vinna stóra sigra á löndum eins og Hollandi eða Króatíu í undankeppnunum,“ sagði Hannes. „Þetta eru augnablik sem maður fær bara gæsahúð að hugsa um, þegar við vorum í toppbaráttu í þessum riðlum og erum að landa sigrum á móti stórþjóðum, með þessari stemningu sem var í gangi þá,“ sagði Hannes. „Samstaðan sem skapaðist í þjóðinni á þessum tíma er eitthvað sem manni hlýnar í hjartarótum að hugsa um,“ sagði fyrrum knattspyrnumaðurinn Hannes Þór Halldórsson. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hannes Þór Halldórsson hefur lagt hanskana á hilluna
Valur Tímamót Besta deild karla KSÍ Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Sjá meira