Ábyrg fjármálastjórn? Kanntu annan betri? Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. mars 2022 10:31 Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar