Vikið úr Háskóla Íslands eftir að hafa sent samnemanda ógnandi skilaboð Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 11:05 Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Háskóli Íslands hafi ekki gerst sekur um brot á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar nemenda við skólann var vikið úr skólanum eftir að sá hafði sent samnemanda ógnandi tölvupóstsskilaboð. Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar. Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Frá þessu segir í úrskurði nefndarinnar sem birtur var fyrr í mánuðinum. Umræddur nemandi taldi að hann hefði ekki fengið sömu meðferð og aðrir nemendur skólans, sem hann taldi óréttlátt, sérstaklega ef horft væri til heildarfjölda brottfelldra nemenda með tilliti til kyns. Hafi hann því kært brottvísunina til nefndarinnar. Sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs hafði boðað nemandann á fund í október síðastliðinn vegna skeytasendingar nemdandans til samnemanda síns fyrr í sama mánuði. Í úrskurðinum segir að af sendingunum mætti ráða að samskiptin hafi verið að frumkvæði kærandans og óvelkomin. „Í skeytasendingum kæranda eru notuð orð og orðasambönd sem almennt kunna að teljast ógnandi og líkleg til að vekja ugg hjá móttakanda, óháð kyni.“ Óboðleg og fallin til að valda ótta Nemandinn hafnaði boði um fund hjá sviðsforseta, en sendi þó skrifleg andmæli síðasta dag októbermánaðar. Degi síðar var honum vísað úr skólanum að fullu. „Í bréfinu kemur fram það mat sviðsforseta að kærandi hefði sent tölvubréf sem væru til þess fallin að valda samnemanda hans ótta. Ummæli sem þar hefðu verið viðhöfð væru með öllu óboðleg. Ekki væri að sjá nein merki um iðrun eða eftirsjá í andmælum kæranda. Þá kæmi ekkert fram í andmælunum sem útskýri eða afsaki ummæli kæranda,“ segir í úrskurðinum um málavexti. Ekkert fordæmi Nemandinn sagðist eftir bestu vitund vera saklaus af öllum ásökunum og vísaði hann til ákvæða stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi og að það væri ekki hlutverk háskóla að setja því skorður. Eingöngu dómstólar dæmi um rétt er varðar tjáningarfrelsið, en auk þess vísaði maðurinn til ákvæðis stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Í umsögn Háskóla Íslands til kærunefndar kemur og fram að ákvörðun um brottvikningu hafi verið tekin til að tryggja öryggi nemenda og kennara og hafi ekki átt sér fordæmi innan skólans. „Af ákvörðun [Háskóla Íslands] og gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi fengið óhagstæðari meðferð vegna kyns en annar einstaklingur myndi fá við sambærilegar aðstæður eða að kynferði hans hafi skipt máli er kærði tók ákvörðun um agaviðurlög. Þá verður heldur ekki talið að ákvörðunin sé almennt þess eðlis að hún með óheimilum hætti geti beinst að einu kyni frekar en öðru. Verður því ekki talið að sýnt hafi verið fram á eða gert líklegt að kærði hafi brotið gegn ákvæðum laga [um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna],“ segir í niðurstöðukafla úrskurðar nefndarinnar.
Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tjáningarfrelsi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira