Börn á sakaskrá Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. mars 2022 11:30 Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Píratar Alþingi Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar