Leyfum Hildi að rétta kúrsinn Gréta Ingþórsdóttir skrifar 19. mars 2022 09:00 Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina ganga Sjálfstæðismenn að kjörkössunum og kjósa sér leiðtoga í Reykjavík. Valið stendur á milli tveggja ungra kjarnakvenna sem báðar eiga mikið erindi í stjórnmálum. Önnur þeirra, Hildur Björnsdóttir, hefur sýnt það og sannað undanfarin fjögur ár í starfi sínu sem borgarfulltrúi hversu yfirgripsmikla og djúpa þekkingu hún hefur á málefnum borgarinnar. Hún kemur auga á tækifærin til þess að bæta borgina okkar og hikar ekki við málefnalega gagnrýni. Því ekki er vanþörf á. Borgin undir stjórn núverandi meirihluta hefur safnað skuldum í einhverju mesta tekjugóðæri sögunnar. Á sama tíma greiðir borgin sér himinháar fjárhæðir í formi arðgreiðslna úr Orkuveitunni - auk þess að hækka gjaldskrána. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað um tuttugu prósent á kjörtímabilinu á meðan kvartað er undan manneklu á öllum sviðum grunnþjónustu. Frumkvöðlum er gert erfitt fyrir með flóknu regluverki. Þetta þarf ekki að vera svona en meirihlutinn í borgarstjórn, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, hefur misst sjónar á hlutverki sínu og það þarf að rétta kúrsinn. Reykjavík er nefnilega í samkeppni um fólk og hefur ekki efni á því að dragast aftur úr í þeirri samkeppni. Ég trúi því að undir forystu Hildar geti Sjálfstæðisflokkurinn sótt fram og myndað nýjan meirihluta þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stafni og tekur til í Reykjavík. Það þarf breytingar í borginni sem ég treysti Hildi til að leiða. Ég set hana í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera það líka. Höfundur er Sjálfstæðismaður og fyrrverandi starfsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar